Tilkynning barst um slysið klukkan 13:45 og voru viðbragðsaðilar, lögregla, sjúkraflutningamenn og læknir fljótir á staðinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurland.
Endurlífgunartilraunir voru reyndar á vettvangi en þær báru ekki árangur. Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Suðurlandi.