Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2025 14:32 Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kýr Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun