Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 14:03 Haraldur Þór fjallaði m.a. um nýja Ölfusárbrú á opnum fundi hjá Framsóknarfélaginu á Selfossi á dögunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira