Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. mars 2025 10:27 Ristil- og endaþarmskrabbamein telja um tíu prósent af öllum krabbameinum sem greinast á Íslandi. Einn af hverjum 20 greinist með meinið. Stöð 2 Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. „Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“ Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“
Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira