Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 12:00 Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Máltækni Gervigreind Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun