Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 14:06 Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra. HSÍ Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað.
Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira