Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar 3. mars 2025 22:02 Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun