Hefndi kossins með kossi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. mars 2025 21:18 Adrien Brody og Halle Berry hafa nú kysst í tvígang í kringum Óskarsverðlaunin. Getty Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum. Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Atvikið sem um ræðir átti sér stað 2003, og er með eftirminnilegri uppákomum Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Þá var Halle Berry, sem hafði fengið verðlaunin árið áður fyrir leik sinn í Monster Ball, að kynna sigurvegarann í flokki besta leikara í aðalhlutverki. Adrien Brody hreppti hnossið fyrir leik sinn í The Pianist, og þegar hann steig á svið og tók við verðlaununum greip hann um Berry og kyssti hana. Í gærkvöldi hlaut Brody Óskarinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Brutalist. Koss Berry átti sér þó stað áður en hann fékk verðlaunin, nánar tiltekið á rauða dreglinum. Berry deildi myndbandi af atvikinu á Instagram og skrifaði: „Ég varð að hefna mín.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Berry (@halleberry) Á dögunum, í aðdraganda Óskarsins, var Brody spurður út í atvikið 2003. Þá gaf hann til kynna að tíðarandinn hefði breyst síðan, og til hins betra. „Ekkert sem ég hef nokkurn tímann gert, eða mun nokkurn tímann gera, er til þess að særa neinn.“ Berry hefur jafnframt tjáð sig um atvikið. Árið 2017 sagði hún háttsemi Brody hafa komið sér í opna skjöldu, en hún hafi ákveðið að spila með þar sem hún skildi að Óskarssigurverar gætu verið í tilfinningarússíbana. Eftir kossinn í gærkvöldi greindi Berry frá því að þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði séð Brody á rauða dreglinum eftir kossinn 2003. Þar sem hann væri tilnefndur þetta árið hefði hann „átt þetta skilið“. Kossinn í gærkvöldi átti sér stað beint fyrir framan augun á kærustu Brody, Georginu Chapman. „Hvernig er hægt að neita manni um að kyssa Halle Berry?“ sagði hún í viðtali um málið í dag.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira