Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar 4. mars 2025 18:03 Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga á síðasta ári varaði ég við afleiðingum þess að stjórnvöld á Íslandi myndu draga okkar áður friðsælu þjóð með hernaðaráróðri í holræsi styrjalda. Réttilega sagði ég það landráð að einn einstaklingur í embætti utanríkisráðherra tæki ákvörðun um hundruð milljóna króna vopnakaup til handa erlendu ríki til stríðs við annað erlent ríki, utan NATO í átökum utan varnarsvæðis Íslands. Þá höfðu vopn verið keypt án aðkomu Alþingis. Landráð Ég sagði það einnig landráð þegar nýkjörinn forseti Íslands skrifaði undir fjárlög með milljarða króna vopnakaupum án þess að vísa því til þjóðarinnar sem ætti að eiga síðasta orðið um slíka grundvallar breytingu á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands laug sig í embætti Halla Tómasdóttir sveik sína kjósendur nokkrum mánuðum eftir að hún náði kjöri út á þá lygaþvælu sem valt uppúr henni á framboðsfundum og í fjölmiðlum að hún vildi ekki styðja slík vopnakaup. Ég sagði einnig það fásinnu að öryggi Íslands væri tryggt með 5gr. NATO samnings eða varnarsamningi við bandaríkin. Sagði að menn myndu fljótlega sjá það að ekkert væri á þetta að treysta. Eina leiðin til að tryggja frið á Íslandi væri að Ísland talaði fyrir friði. Ísland ætti að gerast boðberi friðar á alþjóða vettvangi og hafna hverskyns hernaðarþátttöku og vopnakaupum. Ísland hertekið Stórveldi eins og bandaríkin hafa alltaf hagað málum sjálfum sér til framdráttar og valtað yfir smáríki. Það er þess vegna mun líklegra að bandaríkin hertaki Ísland sjái þeir sé hag í því, frekar en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar. Þeir stóðu ekki með okkur í Icesave og munu ekki gera það ef á okkur verður ráðist nema þeir sjái eigin hag í því. Brjótist út stríð á norðurslóðum er alls ekki ólíkilegt að þeir hertaki Ísland til að nota landið sem skotpall. Á Keflavíkurflugvelli eru bækistöðvar hermanna sem geta staðist kjarnorkusprengju. Íslenska þjóðin getur hins vegar, að mati ráðamanna, étið það sem úti frýs og hafa engin slík byrgi verið byggð til að vernda þjóðina hér. Sjálfskipaðir “hershöfðingjar” í utanríkisráðuneytinu fara um heiminn með hernaðaráróður og segja ekki eitt orð til friðar. Ísland óvinaþjóð Búið er að skilgreina Ísland og Íslendinga sem óvinaþjóð í Rússlandi eftir herskáar yfirlýsingar Íslenskra ráðamanna, lokun sendiráðs og vopnasendingar. Þetta hefur komið fram í málflutningi utanríkisráðuneytis Rússlands. Íslenskir ráðamenn hella enn olíu á það ófriðarbál með því að setja til viðbótar milljarða króna af skattfé Íslendinga til vopnakaupa, og sagðir eyða peningum sem eru ekki til og setja þjóðina í skuldir, til að senda sprengur og annan slíkan ófögnuð til eins spilltasta ríkis veraldar. Allt gert til að framlengja blóðugri styrjöld gegn stærsta kjarnorkuveldi heims og senda þúsundir ungs fólks á vígvöll þar sem það er brytjað niður miskunnarlaust með blessun Íslands. Uppreisn í Úkraínu Reynt er að strika yfir staðreyndir sem fólk eins og ég sem hef starfað að friðarmálum í meira en 30 ár vita, sem er að styrjöldin á milli Rússlands og Úkraínu gerðist ekki í tómarúmi. Meira segja forseti bandaríkjanna er farinn að tala opinberlega um þá staðreynd enda þekkir vel til þess að fyrir rúmum áratug varð uppreisn og stjórnarskipti í Úkraínu með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar. Lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn á brott. Í dag eru stjórnarandstæðingar í fangelsum. Ungu fólki er rænt af götum úti og sent í dauðann á vígvellinum. Sendið utanríkisráðherra í eldhúsið Það ætti engan að undra að tugir þúsunda hafa gert athugasemdir við veruleikafirrtar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands á X. Hún er hreinlega að draga hinn áður góða orðstír Íslands í ræsið með gersamlega ábyrgðarlausum og herskáum yfirlýsingum. Slíkar kerlingar eiga betur heima yfir pottunum heima hjá sér en í alþjóða stjórnmálum. Höfundur er stofnandi friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðandi
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar