Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. mars 2025 06:32 Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Píratar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Í nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna, þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni, er sett í forgang að taka vel utan um fólk, barnafjölskyldur, börn og dýr. Kveðið er á um innviðaúrbætur í þágu dýravelferðar sem varða stækkun selalaugar og uppbyggingu þjónustuhúss í Húsdýragarðinum. Við viljum hlúa vel að dýrunum í borginni svo þau lifi við ásættanlegan og mannúðlegan aðbúnað og við viljum geta verið stolt af okkar meðhöndlun á dýrum. Dýravelferðarlög leyfa ekki að selunum sé sleppt í náttúruna enda eru þeir aldir upp í haldi allt sitt líf, líklegt er að þeir ungu selir sem þarna dvelja muni lifa í fleiri áratugi. Reykjavíkurborg og sveitarfélögin hafa auk þess lagaskyldu gagnvart villtum dýrum í neyð og dýrum á vergangi sem dýraþjónusta Reykjavíkur sinnir sem staðsett er í Húsdýragarðinum. Þannig að garðurinn og aðstaðan mun hafa þjónustuhlutverki að gegna alveg óháð selunum eða dýrahaldinu sem nú er og bætt aðstaða snýr því að dýravelferð í víðum skilningi. Hún gagnast selunum og gerir þeirra langa líf betra en hún gagnast líka dýrum garðsins sem eru veik sem og til þess að sinna villtum dýrum í hremmingum eins og fuglum sem lent hafa í háska eða villtum selum sem koma reglulega inn og þurfa aðhlynningu. Í raun er mörgum farið að finnast dýrahald í görðum óæskilegt og hvað þá þegar aðbúnaðurinn er ekki fullnægjandi. Ég er efasemdaradda á meðal og það er alltaf hægt að deila um tilvist dýragarða - en þeir sem halda dýr á annað borð verða að gera það vel og eins og áður sagði er ekki heimilt að sleppa selunum. Við erum auk þess að þróa Húsdýragarðinn áfram sem dýraathvarf fyrir villt og veikburða dýr. Með þessu erum við að uppfæra selalaugina í takt við alþjóðleg viðmið og nútímakröfur um dýravelferð en lítið hefur verið fjárfest í garðinum síðan hann var opnaður 1990 en síðan þá hafa viðmið um dýravelferð breyst mikið. Verkefnið er reyndar ekki nýtt af nálinni en það var boðið út árið 2022 og þá fóru undirbúningsframkvæmdir af stað. Því var svo frestað og hefur verið í frestun síðan. Það er ábyrgðarhluti að klára verkefnið, standa við gefin heit og veita dýrunum nauðsynlega aðstöðu. Þúsundir nemenda taka árlega þátt í skipulögðu fræðslustarfi í Húsdýragarðinum, enda er garðurinn órjúfanlegur hluti af dýra- og náttúrufræðslu í skólum borgarinnar og er þannig hluti af menntakerfinu. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfest sé í þessari starfsemi enda hluti af almennum rekstri borgarinnar. Þessar úrbætur eru hluti af stærri vegferð sem er að þjónusta betur dýr og dýraeigendur í borginni með stofnun Dýraþjónustu Reykjavíkur í húsdýragarðinum til að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Í samhengi við þetta voru málefni katta flutt frá Meindýraeftirlitinu, Hundaeftirlitið var lagt niður og hundahald formlega leyft í Reykjavík og kominn tími til. Húsdýragarðurinn er þannig orðin þjónustumiðstöð fyrir dýratengd málefni – dýraþjónusta - og var verkefni sem við Píratar komum í meirihlutasáttmála. Þarna erum við að taka betur utan um ábyrgð sveitarfélagsins þegar kemur að dýravelferð og rétt fólks til að halda gæludýr í sátt við samfélagið, að rýmka þol borgarinnar gagnvart gæludýrahaldi og gera þjónustuna við gæludýraeigendur notendavænni á forsendum íbúans og dýranna frekar en að hún snúist eingöngu um hömlur, eftirlit, reglugerðir og kerfið sjálft. Gagnrýnendur samstarfsflokkanna fimm í borgarstjórn hafa ítrekað gert lítið úr þessum fyrirhuguðu úrbótum í þágu dýravelferðar en það er engin dyggð að sýna af sér fálæti og lítilsvirðingu í garð þeirra sem minna mega sín. Við stöndum vörð um þau sem eiga erfitt með að tala sjálf sínu máli og erum stolt af því. Við stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum. Dýr skipta máli og eiga sinn rétt, auðga lífið, styðja við góða lýðheilsu og skipta miklu máli í öllu samhengi. Dýr eru sjálfsagður, mikilvægur og velkominn hluti af borginni okkar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og oddviti Pírata í borgarstjórn
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun