Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 15:03 Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Tjáningarfrelsi Donald Trump Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt þá hefur nýkjörinn Bandaríkjaforseti ekki setið auðum höndum síðan hann tók við. Svo langt hefur hann gengið í sinni aðför gegn jafnrétti og framförum að nú hafa samtök og ríkisstofnanir hafa verið skylduð til þess að þurrka út allar vísanir er varða minnihlutahópa, jafnréttismál og jafnvel umfjallanir um konur. Vísanir í konur í leiðtogastöðum og brautryðjendur innan vísinda hafa nú verið fjarlægðar af vefsíðum ýmissa samtaka eins og NASA – og þar með verið að þurrka út framlag kvenna til framfara í samfélaginu. Vísindastofnanir hafa gefið út lista þar sem ákveðin „hitamál“ mega helst ekki vera nefnd til að eiga rétt á aðgengi að fjármagni og útgáfu á efni – þar með talin orð eins og „women“, „gender“, „minority“, og „biases“. Heilbrigðisstofnanir og háskólar þar í landi hafa líka lýst því að notkun á orðum og orðalagi sem nefna „konur“ og „jafnrétti“ er flaggað sem óæskilegt. Með þessu geta stofnanir t.d. ekki talað um þungunarrof eða önnur jafnréttismál er snerta réttindi kvenna og minnihlutahópa. Ég spyr mig því: Hvar eru þeir sem telja sig vera verndara tjáningarfrelsis og baráttumenn gegn þöggun nú?Ekki hafa þeir verið feimnir við að gagnrýna hagsmunasamtök hinsegin fólks eða kvennahreyfinguna og saka þau um að vilja „þurrka út konur“, eða vilja skerða tjáningarfrelsi fólks með að draga þau til ábyrgðar fyrir orð sín á opinberum vettvangi.Það er í raun verið að þurrka út framlag kvenna í sögulegum skilningi og skerða borgararéttindi hinsegin fólks fyrir framan nefið á þeim, og þeir segja ekkert.Nú þegar við stöndum raunverulega frammi fyrir alvarlegri ritskoðun, að upplýsingar sé þurrkaðar út og bókstaflegri skerðingu á tjáningarfrelsi og ferðafrelsis fólks þá þegja sjálfskipaðir verndarar frelsisins þunnu hljóði – eða lýsa jafnvel stuðningi sínum við Bandaríkjaforseta og þá skelfilegu vegferð sem hann er á. Hvers vegna? Hvar eru facebook færslurnar, greinarnar og ræður í stól Alþingis frá íslensku áhrifafólki til verndar konum? Til verndar frelsisins? Vegna þess að tíminn er núna. Er það kannski málið að þeim var aldrei raunverulega annt um þessi mál – heldur snérist þetta um að nýta sér orðræðu um tjáningarfrelsi og þöggun til að grafa undan jafnréttisbaráttu og níðast á minnihlutahópum, eins og mörg okkar hafa bent á lengi? Dæmi hver fyrir sig. Mér finnst þögnin allavega ærandi. Höfundur er ekki til í lagalegum skilningi í Bandaríkjunum.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun