Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:01 Paulo Fonseca virtist hreinlega ætla að skalla dómarann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins. Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá. Franski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá.
Franski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira