Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:01 Paulo Fonseca virtist hreinlega ætla að skalla dómarann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski stjóri Lyon, var í gær úrskurðaður í níu mánaða bann frá frönskum fótbolta. Fyrstu sjö mánuðina má hann ekki einu sinni koma inn í búningsklefa liðsins. Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá. Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í 2-1 sigri Lyon gegn Brest á sunnudaginn. Hann varð afar reiður og öskraði á dómarann Benoit Millot auk þess að fara með enni sitt í enni dómarans. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Í yfirlýsingu samtaka frönsku atvinnumannadeildanna segir að fram til 30. nóvember megi Fonseca ekki vera á varamannabekk Lyon, koma nálægt dómaraherberginu eða sinna neinum opinberum störfum í tengslum við leiki liðsins. Fram til 15. september má hann ekki koma inn í búningsklefa eigin liðs. Tekið er fram að það sé sérstaklega litið alvarlegum augum að þjálfari, lærifaðir leikmanna, hagi sér með þeim hætti sem Fonseca gerði. Eiga að spila í kvöld L‘Equipe segir að málið sé einstakt í Frakklandi. Aldrei í sögu efstu deildar hafi þjálfari misst sig jafnsvakalega og Fonseca gerði, og að sama skapi hafi aldrei fallið svo þungur dómur vegna svona máls. Bannið gæti tekið gildi í alþjóðlegum keppnum því eins og L‘Equipe hefur bent á gæti málinu verið vísað áfram til UEFA eða FIFA. Næsti leikur Lyon er einmitt í alþjóðlegri keppni, eða gegn FCSB í Rúmeníu í kvöld, í Evrópudeildinni. Íhuga að áfrýja Í yfirlýsingu frá Lyon er lýst yfir áhyggjum af því hve þung refsingin sé og hve hratt málið hafi verið afgreitt. „Í ljósi þess hvernig refsingin virðist hafa verið ákveðin út frá þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið varðandi dómgæslu í Frakklandi, þá tilkynnist að [Lyon] skoðar nú allar hliðar á mögulegri áfrýjun,“ segir í yfirlýsingu Lyon. Sjálfur hefur Fonseca beðist afsökunar. „Ég vil bara segja að ég er miður mín yfir því sem ég gerði. Ég hefði ekki átt að gera þetta. Kannski gerum við hluti sem eru rangir. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði Fonseca við DAZN. Fonseca missti sig vegna vítaspyrnudóms sem reyndar var svo á endanum dreginn til baka eftir skoðun í varsjá.
Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira