Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 10. mars 2025 08:01 Nú eru það engin ný sannindi að oft er erfitt að fá þjónustu í íslensku; einkum innan veitingahúsageirans og innan ferðamannaiðnaðarins (örugglega fleiri staðir). Margir álíta það ekki vandamál fyrir sig. Þeir séu svo forframaðir og sigldir að þeir geti vel notast við engilsaxnesku enda svo sem ekki beint náðarsamlegt gustukaverk að panta eins og einn kaffi á ensku. Slíkt má örugglega til sanns vegar færa. Það er ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan á ensku hvað þetta varðar. Það væri meira að segja ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan undir þessum kringumstæðum þótt viðkomandi væri í landi þar sem þjónustuaðilinn talar enga ensku (já, þau lönd fyrirfinnast á kúlunni). Kaffiþyrstur maður eða svangur finnur alltaf leið. Því er manni spurn hví má ekki nálgast slíkar aðstæður með svipuðu hugarfari, bara með öfugum formerkjum á Íslandi hafi maður íslensku að móðurmáli eða kunni íslensku einkar vel og noti hana almennt í íslensku samfélagi. En það er önnur saga og ekki beint það sem koma skal inn á hér. Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Meginvandkvæðin eru nefnilega ekki skortur á íslensku fyrir þann sem kann hana, þrautin þunga er ekki, eða ætti ekki endilega að vera málhafans megin, þótt hann kunni að ergja sig yfir því að mál hans sé ekki brúkað þegar hann vill panta sér eitthvað. Má þó vel hafa skilning á kergjunni sem kann að myndast. Auðvitað! Stóra vandamálið er að þá geta þeir sem læra málið, eru kannski að byrja að læra það, ekki notað þá grunníslensku sem þeir hafa tileinkað sér. Því einhvers staðar þarf maður að byrja og ef skilaboðin eru sínkt og heilagt: Sorry I don´t speak any Icelandic þá er erfitt að sjá fyrir sér að sá aðili fái á tilfinninguna að hann þurfi mikið á íslensku að halda og alveg örugglega ekki til þess hvetjandi að spreyta sig á erfiðari hlutum. Viðkomandi fær þá ekki þá nauðsynlegu æfingu sem til þarf til að læra málið skref fyrir skref og þá alls ekki þá árangurstengdu tilfinningu (frammistöðugleði) sem oftlega hlýst af því að hafa gert sig skiljanlegan á markmálinu. Þetta er vandamál sem þarf að tækla sé vilji fyrir því að fólk komist inn í íslenskt (mál)samfélag. Þetta er vandamál sem yfirvaldið á að tækla en einnig getur almenningur vissulega lagt sín lóð á vogarskálina. Það er einfaldast með því að tala bara íslensku, vandaða og skiljanlega. Það er alltént ekki úr vegi að hafa þetta í huga gott fólk. Höfundur kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru það engin ný sannindi að oft er erfitt að fá þjónustu í íslensku; einkum innan veitingahúsageirans og innan ferðamannaiðnaðarins (örugglega fleiri staðir). Margir álíta það ekki vandamál fyrir sig. Þeir séu svo forframaðir og sigldir að þeir geti vel notast við engilsaxnesku enda svo sem ekki beint náðarsamlegt gustukaverk að panta eins og einn kaffi á ensku. Slíkt má örugglega til sanns vegar færa. Það er ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan á ensku hvað þetta varðar. Það væri meira að segja ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan undir þessum kringumstæðum þótt viðkomandi væri í landi þar sem þjónustuaðilinn talar enga ensku (já, þau lönd fyrirfinnast á kúlunni). Kaffiþyrstur maður eða svangur finnur alltaf leið. Því er manni spurn hví má ekki nálgast slíkar aðstæður með svipuðu hugarfari, bara með öfugum formerkjum á Íslandi hafi maður íslensku að móðurmáli eða kunni íslensku einkar vel og noti hana almennt í íslensku samfélagi. En það er önnur saga og ekki beint það sem koma skal inn á hér. Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Meginvandkvæðin eru nefnilega ekki skortur á íslensku fyrir þann sem kann hana, þrautin þunga er ekki, eða ætti ekki endilega að vera málhafans megin, þótt hann kunni að ergja sig yfir því að mál hans sé ekki brúkað þegar hann vill panta sér eitthvað. Má þó vel hafa skilning á kergjunni sem kann að myndast. Auðvitað! Stóra vandamálið er að þá geta þeir sem læra málið, eru kannski að byrja að læra það, ekki notað þá grunníslensku sem þeir hafa tileinkað sér. Því einhvers staðar þarf maður að byrja og ef skilaboðin eru sínkt og heilagt: Sorry I don´t speak any Icelandic þá er erfitt að sjá fyrir sér að sá aðili fái á tilfinninguna að hann þurfi mikið á íslensku að halda og alveg örugglega ekki til þess hvetjandi að spreyta sig á erfiðari hlutum. Viðkomandi fær þá ekki þá nauðsynlegu æfingu sem til þarf til að læra málið skref fyrir skref og þá alls ekki þá árangurstengdu tilfinningu (frammistöðugleði) sem oftlega hlýst af því að hafa gert sig skiljanlegan á markmálinu. Þetta er vandamál sem þarf að tækla sé vilji fyrir því að fólk komist inn í íslenskt (mál)samfélag. Þetta er vandamál sem yfirvaldið á að tækla en einnig getur almenningur vissulega lagt sín lóð á vogarskálina. Það er einfaldast með því að tala bara íslensku, vandaða og skiljanlega. Það er alltént ekki úr vegi að hafa þetta í huga gott fólk. Höfundur kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun