Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 17:46 Kristinn Óskarsson hefur verið einn besti dómari landsins í marga áratugi. Hér sést hann að dæma leik. Vísir/Bára Kristinn Óskarsson er ekki bara einn besti körfuboltadómari Íslands því hann er einnig einn sá leikreyndasti. Hann hefur sterka skoðun á nýrri tillögu fyrir komandi ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla. KKÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla.
KKÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum