„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2025 22:10 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, talar við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut. „Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
„Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira