Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. mars 2025 15:01 Vilhjálmur spyr hvort 170 prósent hækkun launa á þremur árum sé í anda félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar, sem flokkur hennar kenni sig við. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi. Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 króna. Launin þrefaldast frá 2023 Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023. Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 170 prósent á síðustu tveimur árum. Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði. Rúmlega einn fundur í mánuði Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt sé að fá tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað sé rétt rúmlega einu sinni á mánuði. Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili,“ segir Vilhjálmur. „Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir Vilhjálmur. Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram að fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði. Fram kom að stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi.
Kjaramál Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira