Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 9. mars 2025 10:01 Áöskudag hófstlangafasta en það er samofið trúarhefð kristninnar að undirbúa stórhátíðir kirkjunnar með föstu og íhugun. Að fasta fyrir páska á sér hliðstæðu í gyðingdómi, fyrir hina gyðinglegu páskahátíð þekkist t.d. fasta frumburðanna, en 40 daga fasta kristninnar á rætur í frumkirkjunni og er að fyrirmynd þeirra sem föstuðu þann tíma í Sagnaarfi Biblíunnar: Móse fastaði á Sínaífjalli í 40 daga og nætur, Elía gekk fastandi „í fjörutíu daga að Hóreb, fjalli Guðs“, og Jesús fastaði í eyðimörkinni „í fjörutíu daga og fjörutíu nætur“. Þó trúarbrögð mannkyns séu ólík, tekur trúariðkun manna víða á sig sambærilegar myndir og fasta hefur fylgt manninum frá örófi alda. Í fornum samfélögum hefur matarskortur og árstíðarsveiflur eflaust haft þar áhrif, en fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af föstu, sem skýra má með þróunarfræðilegum rökum. Í elstu rituðu heimildum okkar tengjast föstur helgun og sjálfstjórn, eins og þær gera í dag, og við eigum fornar lýsingar af föstum frá ólíkum menningarsvæðum, frá grískum heimspekingum, egypskum prestum og í indverskum helgiritum. Helgun og hugarfar í kristni Mikilvægasta ástæða þess að fasta í kristinni hefð er helgun, en það orð hefur að mörgu leyti glatað merkingu sinni á íslensku. Það sem er heilagt er frátekið til þjónustu við Guð og þjónustu við fólk, þess vegna eru helgun og kærleikur óaðskiljanleg hugtök. Það rými eða sú manneskja sem enginn má nálgast vegna heilagleika, gerir lítið gagn, en í gegnum helgun dýpkum við tengsl okkar við Guð og þjónustu við samferðafólk okkar. Kirkjusagan, frá frumkirkjunni til okkar daga, er full af hvatningu til föstu, í þeim tilgangi að mega elska náungann betur. Af fjölmörgum dæmum mætti nefna kirkjufeðurna Jóhannes, er sagði ávexti föstunnar vera gjafmildi gagnvart fátækum, sáttargjörð við óvini og getuna til að samgleðjast vinum (Prédikun 57); og Ágústínus, er sagði föstu og gjafmildi (ölmusu) vera vængi er bera þig til nándar við Guð (Prédikun 207). Andstaða þess hugarfars sem leiðir til sáttargjarðar og gjafmildi, eru fordómar og andúð í garð þjóðfélagshópa og þar var Jesús afgerandi í kennslu sinni. Jesús upphefur fólk af annarri trúarhefð og þjóðerni en hann var sjálfur, Samverja sem mættu fordómum í samfélagi gyðinga, rómverskan hershöfðingja og kanverska konu, og gagnrýnir landa sína og trúsystkini fyrir að fara í manngreinarálit. Þá kenndi hann okkur að elska í öllum kringumstæðum, „Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður, blessið þá sem bölva yður og biðjið fyrir þeim er misþyrma yður.“ Ramadan, föstumánuður múslima Múslimar um allan heim fasta nú á sama tíma og kristnir menn, en föstumánuður múslima, Ramadan, hófst 1. mars í ár og endar á hátíðinni Eid al-Fitr, sem haldin verður þegar sést til tungls í lok mars. Fasta er fjórða af fimm stoðum íslam, ásamt trúarjátningu, bæn, ölmusu og pílagrímsferð, og föstumánuðurinn minnist þess þegar spámaður múslima fékk sína fyrstu opinberun. Múslimar á Íslandi fasta á Ramadan, eins og annarsstaðar, og það eru fjögur skráð trúfélög múslima hérlendis, auk menningarsamfélaga á borð við Horizon. Múslimar á Íslandi eru ekki einsleitur hópur, frekar en kristnir menn, en á annað þúsund múslima búa á Íslandi og iðka föstur sínar með ólíkum hætti, eins og BBC fjallaði um fyrir nokkru. Föstunni er ætlað að styrkja sambandið við Guð, og samhliða föstu gefa múslimar af sér til góðgerðamála og iðka markvisst góðvild og samfélag við aðra. Þegar föstunni lýkur að kvöldi, er borðuð máltíð er nefnist á arabísku iftar, og þá koma oft vinir og fjölskylda saman, og ekki er óalgengt að samfélaginu öllu sé boðið að taka þátt. Dæmi um slíkar máltíðir í nágrannalöndum okkar eru kærleiks-iftar, sem haldnar er í Glasgow, opið iftar í Windsor konungshöllinni í London, sem haldið var fyrr í þessum mánuði, og í Danmörku getur þú skráð þig á lista og fengið iftar-heimboð til fjölskyldu. Ég óska múslimum á Íslandi blessaðrar Ramadan, „Ramadan Mubarak“ og þess að föstutíðin verði þeim gæfurík, „Ramadan Kareem“. Andúð í garð múslima Fordómar, andúð og múslimahatur er útbreitt hérlendis, ef marka má þau ummæli sem fólk lætur hafa eftir sér á samfélagsmiðlum. Við erum skammt á veg komin hérlendis í skilningi á og viðbrögðum við fordómum gegn trúarhópum, en íslamófóbíu „má lýsa sem tilhæfulausri andúð gagnvart múslimum og orðræðu og hegðun tengdri áðurnefndri andúð“. Alvarlegasta birtingarmynd slíkrar andúðar er múslimahatur, en Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragðafræðingur benti á alvarleika þess á samfélagsmiðlum fyrir rúmum áratug og staðan er síst betri í dag. Nokkrar lokaritgerðir við Háskóla Íslands hafa fjallað um andúð gegn múslimum, m.a. viðtalsrannsóknir við konur á Íslandi sem bera slæður og af upplifun múslima af andúð í sinn garð. Rannsóknir í Evrópu sýna að andúð í garð múslima er útbreidd í álfunni og fer vaxandi, en jafnframt að fordómar eru mismiklir eftir búsetu og að á svæðum þar sem múslimar eru fjölmennir, eru fordómar marktækt minni. Það kemur ekki á óvart, þar sem fordómar og þekkingarleysi haldast í hendur. Trúfrelsi er grundvallarmannréttindi og í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var fyrir 30 árum á Íslandi, segir: „Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.“ Sameinuðu Þjóðirnar sendu frá séryfirlýsingu í október á síðasta ári um að trúfrelsi væri „mikilvægasta breytan til að tryggja varanlegan frið í heiminum“ og fyrr á árinu aðhatur og mismunun á grundvelli trúarbragða fari vaxandi um allan heim. Í því ljósi má færa fyrir því rök að ekkert fag sem kennt er í skólakerfinu, sé mikilvægara en það fag sem fjallar um skilning og gagnkvæma virðingu í garð trúarbragða. Hvernig getur kirkjan hjálpað? Meirihluti Íslendinga er kristin og tilheyra kristnu trúfélagi, og í ljósi þeirra forréttinda ber kirkjan mikla ábyrgð gagnvart umræðunni. Fimmtudaginn 13. mars verður haldið í Vídalínskirkju Málþing um kristni og íslam á Íslandi: Sambúð, samskipti og sameiginleg framtíð. Markmið málþingsins er að tala gegn múslimaandúð og spyrja: Hvernig getur kirkjan mætt múslimum á Íslandi með opinn faðm? Aðalfyrirlesari er Dr. Steen Skovsgaard, fyrrum biskup í dönsku þjóðkirkjunni og sérfræðingur í samskiptum kirkjunnar og múslima. Steen var sóknarprestur í Gellerup í Árósum frá 1979 til 2005, en í Gellerup er fjölbýlishúsaþyrping (Gellerupparken), þar sem innflytjendur og flóttamenn eru í miklum meirihluta. Hverfið hefur verið áberandi í danskri umræðu, þar er m.a. að finna umdeilda mosku, Grimhøjmoskéen, og það er eitt þeirra hverfa sem ónærgætilega hefur verið kallað gettó í dönskum stjórnmálum. Sem sóknarprestur sérhæfði Steen sig í samskiptum kirkjunnar við múslima, fór fyrir slíkum samskiptum í biskupsdæminu 1995-2000 og rak fræðslusetur um íslam og kristni (KIVIK) 2001-2005. Steen hefur gefið út mikið fræðsluefni um íslam og kristni, m.a. bókina Hvad kan du tilbyde mig som muslim, præst?: om religionsmødet i Gellerup, med udkig til Europa, frá 2004. Hann mun m.a. fjalla um þá bók í erindi um starf dönsku þjóðkirkjunnar í hverfum þar sem innflytjendur eru fjölmennir í Danmörku kl. 16 á fimmtudag. Þá skrifaði hann doktorsritgerð um dómsdag í íslam og kristni, sem ber heitið Mellem frygt og glæde: Dommedag i islam og kristendom, en hann mun fjalla um efni hennar kl. 13. Aðrir fyrirlesarar á málþinginu verða Dr. Skúli Ólafsson, um íslenskar trúarhugmyndir, sr. Matthildur Bjarnadóttir, um mikilvægi trúarbragðafræðiþekkingar, Hilal Kücükakin Kizilkaya, um að vera múslimi á Íslandi, Muhammed Emin Kizilkaya, um flóttafólk á Íslandi, og sr. Heiðrún Bjarnadóttir Back, um flóttafólk og fjölmenningu á Íslandi. Öll erindi verða á ensku, til að sem flest geti skilið það sem fram fer. Föstum saman, múslimar og kristnir Íslam og kristni eru ólík en þau eru af sama meiði, þau eru bæði Abrahamísk trúarbrögð, og iðkendur þeirra eru nú samtímis að fasta í þeim tilgangi að nálgast Guð og þjóna náunganum. Hindranir okkar í samfélaginu við Guð og í þjónustunni við náungann eru hugarfarslegar, og þaðan er sprottin bæn Páls um að láta umbreytast með nýju hugarfari og læra að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Jesús upphefur í kennslu sinni fólk sem var af annarri trúarhefð og þjóðerni en hann var sjálfur, ekki til að taka upp átrúnað þeirra, heldur til að áminna trúsystkini sín um að elska: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ „Hver er náungi minn?“, spurði hann lögvitringur, og Jesús sagði honum sögu af Samverja, útlendingi með aðra trú í landi þeirra, og hvernig að hann elskaði. Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama“. Málþing um kristin og íslam á Íslandi Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áöskudag hófstlangafasta en það er samofið trúarhefð kristninnar að undirbúa stórhátíðir kirkjunnar með föstu og íhugun. Að fasta fyrir páska á sér hliðstæðu í gyðingdómi, fyrir hina gyðinglegu páskahátíð þekkist t.d. fasta frumburðanna, en 40 daga fasta kristninnar á rætur í frumkirkjunni og er að fyrirmynd þeirra sem föstuðu þann tíma í Sagnaarfi Biblíunnar: Móse fastaði á Sínaífjalli í 40 daga og nætur, Elía gekk fastandi „í fjörutíu daga að Hóreb, fjalli Guðs“, og Jesús fastaði í eyðimörkinni „í fjörutíu daga og fjörutíu nætur“. Þó trúarbrögð mannkyns séu ólík, tekur trúariðkun manna víða á sig sambærilegar myndir og fasta hefur fylgt manninum frá örófi alda. Í fornum samfélögum hefur matarskortur og árstíðarsveiflur eflaust haft þar áhrif, en fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af föstu, sem skýra má með þróunarfræðilegum rökum. Í elstu rituðu heimildum okkar tengjast föstur helgun og sjálfstjórn, eins og þær gera í dag, og við eigum fornar lýsingar af föstum frá ólíkum menningarsvæðum, frá grískum heimspekingum, egypskum prestum og í indverskum helgiritum. Helgun og hugarfar í kristni Mikilvægasta ástæða þess að fasta í kristinni hefð er helgun, en það orð hefur að mörgu leyti glatað merkingu sinni á íslensku. Það sem er heilagt er frátekið til þjónustu við Guð og þjónustu við fólk, þess vegna eru helgun og kærleikur óaðskiljanleg hugtök. Það rými eða sú manneskja sem enginn má nálgast vegna heilagleika, gerir lítið gagn, en í gegnum helgun dýpkum við tengsl okkar við Guð og þjónustu við samferðafólk okkar. Kirkjusagan, frá frumkirkjunni til okkar daga, er full af hvatningu til föstu, í þeim tilgangi að mega elska náungann betur. Af fjölmörgum dæmum mætti nefna kirkjufeðurna Jóhannes, er sagði ávexti föstunnar vera gjafmildi gagnvart fátækum, sáttargjörð við óvini og getuna til að samgleðjast vinum (Prédikun 57); og Ágústínus, er sagði föstu og gjafmildi (ölmusu) vera vængi er bera þig til nándar við Guð (Prédikun 207). Andstaða þess hugarfars sem leiðir til sáttargjarðar og gjafmildi, eru fordómar og andúð í garð þjóðfélagshópa og þar var Jesús afgerandi í kennslu sinni. Jesús upphefur fólk af annarri trúarhefð og þjóðerni en hann var sjálfur, Samverja sem mættu fordómum í samfélagi gyðinga, rómverskan hershöfðingja og kanverska konu, og gagnrýnir landa sína og trúsystkini fyrir að fara í manngreinarálit. Þá kenndi hann okkur að elska í öllum kringumstæðum, „Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður, blessið þá sem bölva yður og biðjið fyrir þeim er misþyrma yður.“ Ramadan, föstumánuður múslima Múslimar um allan heim fasta nú á sama tíma og kristnir menn, en föstumánuður múslima, Ramadan, hófst 1. mars í ár og endar á hátíðinni Eid al-Fitr, sem haldin verður þegar sést til tungls í lok mars. Fasta er fjórða af fimm stoðum íslam, ásamt trúarjátningu, bæn, ölmusu og pílagrímsferð, og föstumánuðurinn minnist þess þegar spámaður múslima fékk sína fyrstu opinberun. Múslimar á Íslandi fasta á Ramadan, eins og annarsstaðar, og það eru fjögur skráð trúfélög múslima hérlendis, auk menningarsamfélaga á borð við Horizon. Múslimar á Íslandi eru ekki einsleitur hópur, frekar en kristnir menn, en á annað þúsund múslima búa á Íslandi og iðka föstur sínar með ólíkum hætti, eins og BBC fjallaði um fyrir nokkru. Föstunni er ætlað að styrkja sambandið við Guð, og samhliða föstu gefa múslimar af sér til góðgerðamála og iðka markvisst góðvild og samfélag við aðra. Þegar föstunni lýkur að kvöldi, er borðuð máltíð er nefnist á arabísku iftar, og þá koma oft vinir og fjölskylda saman, og ekki er óalgengt að samfélaginu öllu sé boðið að taka þátt. Dæmi um slíkar máltíðir í nágrannalöndum okkar eru kærleiks-iftar, sem haldnar er í Glasgow, opið iftar í Windsor konungshöllinni í London, sem haldið var fyrr í þessum mánuði, og í Danmörku getur þú skráð þig á lista og fengið iftar-heimboð til fjölskyldu. Ég óska múslimum á Íslandi blessaðrar Ramadan, „Ramadan Mubarak“ og þess að föstutíðin verði þeim gæfurík, „Ramadan Kareem“. Andúð í garð múslima Fordómar, andúð og múslimahatur er útbreitt hérlendis, ef marka má þau ummæli sem fólk lætur hafa eftir sér á samfélagsmiðlum. Við erum skammt á veg komin hérlendis í skilningi á og viðbrögðum við fordómum gegn trúarhópum, en íslamófóbíu „má lýsa sem tilhæfulausri andúð gagnvart múslimum og orðræðu og hegðun tengdri áðurnefndri andúð“. Alvarlegasta birtingarmynd slíkrar andúðar er múslimahatur, en Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragðafræðingur benti á alvarleika þess á samfélagsmiðlum fyrir rúmum áratug og staðan er síst betri í dag. Nokkrar lokaritgerðir við Háskóla Íslands hafa fjallað um andúð gegn múslimum, m.a. viðtalsrannsóknir við konur á Íslandi sem bera slæður og af upplifun múslima af andúð í sinn garð. Rannsóknir í Evrópu sýna að andúð í garð múslima er útbreidd í álfunni og fer vaxandi, en jafnframt að fordómar eru mismiklir eftir búsetu og að á svæðum þar sem múslimar eru fjölmennir, eru fordómar marktækt minni. Það kemur ekki á óvart, þar sem fordómar og þekkingarleysi haldast í hendur. Trúfrelsi er grundvallarmannréttindi og í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var fyrir 30 árum á Íslandi, segir: „Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.“ Sameinuðu Þjóðirnar sendu frá séryfirlýsingu í október á síðasta ári um að trúfrelsi væri „mikilvægasta breytan til að tryggja varanlegan frið í heiminum“ og fyrr á árinu aðhatur og mismunun á grundvelli trúarbragða fari vaxandi um allan heim. Í því ljósi má færa fyrir því rök að ekkert fag sem kennt er í skólakerfinu, sé mikilvægara en það fag sem fjallar um skilning og gagnkvæma virðingu í garð trúarbragða. Hvernig getur kirkjan hjálpað? Meirihluti Íslendinga er kristin og tilheyra kristnu trúfélagi, og í ljósi þeirra forréttinda ber kirkjan mikla ábyrgð gagnvart umræðunni. Fimmtudaginn 13. mars verður haldið í Vídalínskirkju Málþing um kristni og íslam á Íslandi: Sambúð, samskipti og sameiginleg framtíð. Markmið málþingsins er að tala gegn múslimaandúð og spyrja: Hvernig getur kirkjan mætt múslimum á Íslandi með opinn faðm? Aðalfyrirlesari er Dr. Steen Skovsgaard, fyrrum biskup í dönsku þjóðkirkjunni og sérfræðingur í samskiptum kirkjunnar og múslima. Steen var sóknarprestur í Gellerup í Árósum frá 1979 til 2005, en í Gellerup er fjölbýlishúsaþyrping (Gellerupparken), þar sem innflytjendur og flóttamenn eru í miklum meirihluta. Hverfið hefur verið áberandi í danskri umræðu, þar er m.a. að finna umdeilda mosku, Grimhøjmoskéen, og það er eitt þeirra hverfa sem ónærgætilega hefur verið kallað gettó í dönskum stjórnmálum. Sem sóknarprestur sérhæfði Steen sig í samskiptum kirkjunnar við múslima, fór fyrir slíkum samskiptum í biskupsdæminu 1995-2000 og rak fræðslusetur um íslam og kristni (KIVIK) 2001-2005. Steen hefur gefið út mikið fræðsluefni um íslam og kristni, m.a. bókina Hvad kan du tilbyde mig som muslim, præst?: om religionsmødet i Gellerup, med udkig til Europa, frá 2004. Hann mun m.a. fjalla um þá bók í erindi um starf dönsku þjóðkirkjunnar í hverfum þar sem innflytjendur eru fjölmennir í Danmörku kl. 16 á fimmtudag. Þá skrifaði hann doktorsritgerð um dómsdag í íslam og kristni, sem ber heitið Mellem frygt og glæde: Dommedag i islam og kristendom, en hann mun fjalla um efni hennar kl. 13. Aðrir fyrirlesarar á málþinginu verða Dr. Skúli Ólafsson, um íslenskar trúarhugmyndir, sr. Matthildur Bjarnadóttir, um mikilvægi trúarbragðafræðiþekkingar, Hilal Kücükakin Kizilkaya, um að vera múslimi á Íslandi, Muhammed Emin Kizilkaya, um flóttafólk á Íslandi, og sr. Heiðrún Bjarnadóttir Back, um flóttafólk og fjölmenningu á Íslandi. Öll erindi verða á ensku, til að sem flest geti skilið það sem fram fer. Föstum saman, múslimar og kristnir Íslam og kristni eru ólík en þau eru af sama meiði, þau eru bæði Abrahamísk trúarbrögð, og iðkendur þeirra eru nú samtímis að fasta í þeim tilgangi að nálgast Guð og þjóna náunganum. Hindranir okkar í samfélaginu við Guð og í þjónustunni við náungann eru hugarfarslegar, og þaðan er sprottin bæn Páls um að láta umbreytast með nýju hugarfari og læra að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Jesús upphefur í kennslu sinni fólk sem var af annarri trúarhefð og þjóðerni en hann var sjálfur, ekki til að taka upp átrúnað þeirra, heldur til að áminna trúsystkini sín um að elska: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ „Hver er náungi minn?“, spurði hann lögvitringur, og Jesús sagði honum sögu af Samverja, útlendingi með aðra trú í landi þeirra, og hvernig að hann elskaði. Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama“. Málþing um kristin og íslam á Íslandi Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun