Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. mars 2025 11:30 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um launamál formannsins, sem byggði á svörum þeirra til fjölmiðla. Sambandið harmar að hafa sent frá sér rangar upplýsingar um kjör stjórnarmanna. Fram kom að laun formannsins hefðu hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum, og á sama tíma hefðu litlar breytingar orðið á störfum hans. Verkalýðsleiðtogar fordæmdu launahækkunina og sögðu ekki hægt að réttlæta hana með neinu móti. Fréttastofu tókst ekki að ná í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, borgarstjóra og formann Sambandsins í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Launin hærri 2023 en áður hefur komið fram Í yfirlýsingu Sambandsins kemur fram að laun formannsins hafi verið mun hærri árið 2023 en áður hefur komið fram. Í upphaflegu svari Sambandsins hafi staðið að launin hefðu verið 285.087 á mánuði, en í þeirri tölu hefði fast yfirvinnukaup ekki verið tekið með í myndina. Mánaðarlegar yfirvinnugreiðslur vegna aukinna verkefna og fundarhalda hafi numið 296.080 krónum á mánuði árið 2023, og heildarlaun formannsins því 581.167 krónur á mánuði. Launaþróun formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér má sjá að heildarlaun formannsins hafa hækkað frá 581.167 krónum í 868.671 á mánuði. Akstursgreiðslurnar bættust við árið 2024. Hækkunin nemur því aðeins tæpum fimmtíu prósentum, ekki hundrað og sjötíu eins og áður kom fram.Samband íslenskra sveitarfélaga Í yfirlýsingunni segir breytingar hafi tekið gildi á launakerfi formannsins árið 2024. Fyrir breytingarnar hafi formaður fengið tvöföld laun fyrir stjórnarsetu auk yfirvinnugreiðslna, sem hafi verið að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Frá og með árinu 2024 sé engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi formannsins. Yfirvinnugreiðslurnar hafi ekki verið teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega. Þá segir að mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum Sambandsins undanfarin ár. Áður hafi um 10 - 11 fundir verið haldnir á ári, en árið 2023 hafi þeir verið 24, og gert sé ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26. „Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um launamál formannsins, sem byggði á svörum þeirra til fjölmiðla. Sambandið harmar að hafa sent frá sér rangar upplýsingar um kjör stjórnarmanna. Fram kom að laun formannsins hefðu hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum, og á sama tíma hefðu litlar breytingar orðið á störfum hans. Verkalýðsleiðtogar fordæmdu launahækkunina og sögðu ekki hægt að réttlæta hana með neinu móti. Fréttastofu tókst ekki að ná í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, borgarstjóra og formann Sambandsins í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Launin hærri 2023 en áður hefur komið fram Í yfirlýsingu Sambandsins kemur fram að laun formannsins hafi verið mun hærri árið 2023 en áður hefur komið fram. Í upphaflegu svari Sambandsins hafi staðið að launin hefðu verið 285.087 á mánuði, en í þeirri tölu hefði fast yfirvinnukaup ekki verið tekið með í myndina. Mánaðarlegar yfirvinnugreiðslur vegna aukinna verkefna og fundarhalda hafi numið 296.080 krónum á mánuði árið 2023, og heildarlaun formannsins því 581.167 krónur á mánuði. Launaþróun formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér má sjá að heildarlaun formannsins hafa hækkað frá 581.167 krónum í 868.671 á mánuði. Akstursgreiðslurnar bættust við árið 2024. Hækkunin nemur því aðeins tæpum fimmtíu prósentum, ekki hundrað og sjötíu eins og áður kom fram.Samband íslenskra sveitarfélaga Í yfirlýsingunni segir breytingar hafi tekið gildi á launakerfi formannsins árið 2024. Fyrir breytingarnar hafi formaður fengið tvöföld laun fyrir stjórnarsetu auk yfirvinnugreiðslna, sem hafi verið að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Frá og með árinu 2024 sé engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi formannsins. Yfirvinnugreiðslurnar hafi ekki verið teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega. Þá segir að mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum Sambandsins undanfarin ár. Áður hafi um 10 - 11 fundir verið haldnir á ári, en árið 2023 hafi þeir verið 24, og gert sé ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26. „Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira