Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 17:42 Frá vinstri á myndinni eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands og svo Elon Musk eigandi Tesla og SpaceX. Vísir/EPA Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X
Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48