Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar 9. mars 2025 20:32 Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Högni Elfar Gylfason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar