Skoðun

Flosi – sannur fyrir­liði

Hannes S. Jónsson skrifar

Nú standa yfir kosningar í VR þar sem Flosi Eiríksson er meðal þeirra sem bjóða sig fram til formanns. Það skiptir okkur öll máli að til forystu í stóru og sterku félagi veljist gott fólk.

Mig langar að mæla með Flosa sem formanni í VR. Hann er í senn mikil liðsmaður og hefur starfað við alls konar hluti bæði á vinnumarkaði og í félagsstörfum en um leið er hann leiðtogi með mikla reynslu. Góður fyrirliði er styðjandi við félaga sína á sama tíma og hann leiðir lið sitt til góðra verka. Þannig er Flosi, sannur fyrirliði.

Ég þekki vel til í íþróttahreyfingunni þar sem fer af Flosa afar gott orð. Hann leggur áherslu á þátttöku sem flestra og að sameina fólk og sjónarmið í því að vinna saman að góðum málum.

Flosi hefur sýnt það með sínum störfum að hann gefur sig allan í þau verkefni sem hann tekur að sér, er óhræddur við að berjast fyrir góðum og réttlátum hlutum. Hann vinnur sín verk með hagsmuni allra í hópnum að leiðarljósi og leitast við að sem flestir taki þátt. Hann er líka býsna skemmtilegur og góður talsmaður.

Ég skora á allt félagsfólk að kjósa Flosa Eiríksson sem formann VR, fyrir okkur öll.

Höfundur er félagi í VR.




Skoðun

Skoðun

Lokum.is

Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Sjá meira


×