Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 09:03 Gísli hefur gert vel á skömmum tíma í Póllandi en ljóst er að leiktíð hans er lokið. Mynd: Lech Poznan Gísli Gottskálk Þórðarson hefur farið glimrandi vel af stað hjá nýju liði í Póllandi og bankaði á dyrnar í íslenska A-landsliðinu þegar hann varð fyrir miklu áfalli. Útlit er fyrir að leiktíð hans sé lokið. Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46
Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn