Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson, Sigrún Helga Lund, Jón Gunnar Bernburg og Helga Zoega skrifa 11. mars 2025 08:32 Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun