Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson, Sigrún Helga Lund, Jón Gunnar Bernburg og Helga Zoega skrifa 11. mars 2025 08:32 Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun