Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson, Sigrún Helga Lund, Jón Gunnar Bernburg og Helga Zoega skrifa 11. mars 2025 08:32 Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun