Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar 11. mars 2025 13:15 Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú leita ráðamenn sveitarstjórna og ríkis logandi ljósi að hagræðingaraðgerðum til að skila betri rekstri þannig að hægt sé að stoppa í rekstrarhalla og takast á við aðkallandi verkefni. Sveitarfélögin þurfa að standa straum að kostnaði við nýjan kjarasamning. Ríkisstjórnin þarf að takast á við óábyrgan rekstur fyrri ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi ekki aðeins budduna eftir tóma heldur vegi og aðra innviði í ólestri. Það er afar jákvætt að leita allra leiða til að fara betur með fjármuni. Það má hins vegar ekki gleyma að huga að tekjuhliðinni til að auðvelda reksturinn. Fyrsta verk ætti að vera að horfa til helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar þ.e. sjávarútvegsins, ekki aðeins hvernig megi auka afla helstu nytjastofna. Það liggur fyrir að þorskveiðin nú er aðeins svipur hjá sjón miðað við hvað núverandi aflareglu var ætlað að skila á land af þorski og því þarft að endurskoða hana. Það er einboðið að horfa einnig til verðmyndunar tengdra aðila. Ekki aðeins hvað varðar bolfisk heldur ekki síður verðlagningu á uppsjávarfiski á borð við makríl, loðnu, kolmunna og síld. Mismunandi verð á sama fiski Síðast liðið haust vakti ég athygli á því í grein að makríll sem veiddur var af færeyskum skipum á sömu slóðum og íslensku skipin fiskuð sinn makríl, var seldur á margfalt hærra verði en íslensku skipin verðlögðu sinn afla til tengdra aðila. Nú liggur það fyrir að verðlagning á kolmunna er sama marki brennd. Það fæst 25% hærra verð fyrir kolmunna í Færeyjum en hér þótt báðar þjóðir veiði úr sama stofni á sömu slóðum. Þessi verðmunur hefur heldur betur bein áhrif á laun sjómanna og þar með skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Að sama skapi hefur hann bein áhrif á hafnarsjóði og útreikninga á veiðigjaldi og þar með afkomu hins opinbera. Hér er um gríðarlega háar upphæðir að ræða sem munar um. Uppgefið „aflaverðmæti“ uppsjávarfisks á árinu 2023 var til að mynda 52 milljarðar kr. Það má ætla að raunvirði aflans sé tugum prósenta meira ef miðað er við það verð sem fæst hjá næstu nágrönnum okkar í austri. Hið opinbera og sjómenn verða því að öllum líkindum fyrir milljarðatapi á samþættingu veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar ættu að verða hvatning til að aðskilja veiðar og vinnslu. Núverandi fyrirkomulag ýtir aftur á móti undir að hagnaðurinn sé frekar losaður á öðrum stöðum í virðiskeðjunni m.a. hjá sölufélögum. Sérstaklega þegar útgerðin er skattlögð sérstaklega með veiðigjöldum. Áður en til þess kemur þá tel ég auðvelt að gera aukna kröfu um gagnsæi á verðlagningu á fiski og samanburði á því verði sem greitt er fyrir sams konar afla í nágrannríkjunum t.d. í Færeyjum og Noregi. Það ætti að vera afar einfalt að koma slíku mælaborði upp hjá Verðlagsstofu skiptaverðs. Það myndi auka aðhald og tryggja betur en nú er sanngjarnt uppgjör við sjómenn og hafnarsjóði. Allt bendir til þess að þeir sem hafa fengið tímabundna heimild til þess að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna til eins árs í senn, hafi markvisst haft af sjómönnum, sveitarfélögum og ríki, gríðarleg verðmæti. Ef Ísland ætlar að vera þjóð á meðal þjóða en ekki leiksoppur örfárra auðmanna þarf að taka á samþættingu og samþjöppun í sjávarútvegi. Hún er greinilega ekki í þágu eigenda auðlindarinnar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun