Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 11. mars 2025 15:02 Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun