Þetta segir Bergþór Jóhannson, forstjóri Hagtaks, í samtali við fréttastofu. Hann segir að málið hafi verið mjög erfitt, og um tíma hafi ástandið verið tvísýnt.
Mbl.is greindi fyrst frá því að maðurinn væri á batavegi.
Í síðustu viku fóru tveir menn, sem voru að störfum fyrir Hagtak, og tveir bílar í sjóinn við Akraneshöfn. Þeir voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan greip þá og þeir enduðu ofan í sjó. Þeir komust upp af sjálfsdáðum með hjálp viðstaddra. Annar þeirra var ansi illa haldinn eftir þetta, en hann hafði verið í öðrum bílnum þegar þeir fóru ofan í. Sá hefur verið á gjörgæsludeild, en er nú á batavegi.
Bergþór segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi tekið á fyrir fyrirtækið.