Stórfelldur laxadauði í Berufirði Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2025 08:01 Laxar með vetrarsár svamla í sjókvíum í Berufirði. Mikill fjöldi sveimara voru í kvíunum þegar starfsfólk MAST, sem tók þessar myndir, var þar á ferð fyrir skemmstu. Stórfelldur laxadauði var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði en þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. MAST sendi Kaldvík skýrslu eftir ástandsskoðun 20. febrúar í Beruvík á þessu ári. Viðstaddur var Ísak Örn Guðmundsson stöðvarstjóri en eftirlitsmennirnir voru Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisdeildar og Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að mikið hafi verið um sveimara og særða fiska í öllum kvíum í Svarthamarsvík en svokallaðir sveimarar eru hálfdauðir fiskar sem líða um og bíða dauða síns. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4.“ „Mjög mikill fjöldi sveimara í hverri kví“ Þá segir í skýrslunni að ef engar úrbætur verði gerðar rati málið fyrir fund með lögfræðingi, sérgreinadýralækni og deildarstjóra fiskeldisdeildar hjá Matvælastofnun til frekari ákvörðunar um hugsanlegar þvingunaraðgerðir. Fall hitastigs sjávar, úr tveimur gráðum í núll, er einkum talið hafa orsakað það að laxinn drapst í stórum stíl.vísir/vilhelm Andmælaréttur rann út á föstudag fyrir helgi. Í athugasemdum sem gerðar eru við skýrslu segir meðal annars að þar komi ýmislegt á óvart. En MAST afskrifar flestar mótbárur nema hvað stofnunin breytir einu atriði í skýrslunni: „Fellst Matvælastofnun á breyta orðalagi á skráningu fráviksins þannig að í stað þess að segja „að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví“ verði það að mjög mikill fjöldi sveimara hafi verði í hverri kví.“ Snögg lækkun hitastigs sjávar helsti orsakavaldur Vandséð er að þetta bæti mjög úr skák. Eins og sjá má af myndunum sem starfsfólk MAST tók voru áverkanir á eldislöxunum ljótir. Svar við andmælum er afdráttarlaust og segir þar meðal annars: „Með vísan til framangreindrar umfjöllunar Matvælastofnunar við alla liði andmæla eftirlitsþega er ljóst að stofnunin tekur andmæli Kaldvíkur vegna eftirlitsskýrslu dags. 26. febrúar 2025 ekki til greina.“ En undir ritar Jónína Guðmundsdóttir lögfræðingur. Í samtali við Vísi segir Karl Steinar MAST vera að rannsaka þessi afföll í Berufirði og líka afföll í Ísafjarðardjúpi í janúar. Að sögn Karls Steinars hefur stofnunin boðað dagsektir ef ekki verður brugðist við. Kaldvík hefur andmælt því og er MAST að svara því núna. Þau hjá MAST kalla nú eftir alvöru lagabreytingum; það verði að vera skýrari rammi um þessa starfsemi.vísir/vilhelm Karl Steinar segir meginorsökina vera snögga lækkun hitastigs sjávar úr tveimur gráðum niður í núll gráður. En undirliggjandi bakteríur gera fiskinn veikan fyrir. „Þegar sjórinn kólnar svona bratt getur ástandið versnað mjög hratt. Nokkrir þættir sem valda því að þeir eru að særast og deyja. Við erum enn að vinna þetta mál og meta stöðuna.“ Karl segir MAST líta þetta frávik alvarlegum augum. „Klárlega. Við lítum öll velferðarmál alvarlegum augum. Núna viljum við fá alvöru lagabreytingu og treystum því að það gangi eftir. Að það verði skýrari rammmi utan um þetta.“ Óásættanleg meðferð á eldisdýrum Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum fylgist grannt með gangi mála og honum er brugðið. Hann segir verst farið með eldislaxana af hálfu Kaldvíkur á Austfjörðum undanfarna mánuði en ástandið fyrir vestan hjá Arnarlaxi, Háafelli og Arctic Fish hafi einnig verið hrikalegt í janúar. „Alls létu fyrirtæki í sjókvíaeldi á Íslandi um 815 þúsund eldislaxa drepast í sjókvíunum í janúar. Það er á við rúmlega tífaldur allur íslenski villti laxastofninn, svo fólk átti sig á hversu svakalegar hamfarir þetta eru.“ Jón Kaldal segir þessa meðferð á eldisdýrum algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Jón segist ekki trúa öðru en að stjórnvöld grípi nú í taumana: „Þessi meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum er algjörlega óásættanleg. Það kemur ekki annað til greina en að taka af þeim leyfin og draga stjórnendur þeirra til ábyrgðar.“ Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins.“ Segir alla hafa lagst á eitt Spurður hvað honum sýnist um það að MAST taki ekki mikið mark á mótbárum þeirra hjá Kalvík segist Kjartan vissulega fyrirliggjandi ólík sýn á suma þætti. „Sumar reglurnar eru óljósar en á til þess ber þó að líta að við höfum átt í uppbyggilegu samtali við MAST frá upphafi. Kjartan Lindbøl segir reglurnar óljósar en þeir hjá Kaldvík hafi hlýtt öllum tilmælum MAST og nú horfi ástandið til betri vegar.aðsend Kjartan segir starfsfólk Kaldvíkur hafi lagt sig fram um að huga að velferð fiskanna, og þar standi ekkert í vegi. „Við höfum einnig leitað utanaðkomandi aðstoðar, dýralækna og annarra fiskvelferðarsérfræðinga.“ Spurður um tjónið segir Kjartan þær tölur fyrirliggjandi í skýrslu MAST. „Við erum nú að sjá snöggar breytingar til batnaðar. Hækkandi hiti sjávar hjálpar þar til. Við erum í góðu samstarfi við starfsfólk MAST sem er einmitt hér hjá okkur núna, til að aðstoðar.“ Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Múlaþing Fiskeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. MAST sendi Kaldvík skýrslu eftir ástandsskoðun 20. febrúar í Beruvík á þessu ári. Viðstaddur var Ísak Örn Guðmundsson stöðvarstjóri en eftirlitsmennirnir voru Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisdeildar og Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að mikið hafi verið um sveimara og særða fiska í öllum kvíum í Svarthamarsvík en svokallaðir sveimarar eru hálfdauðir fiskar sem líða um og bíða dauða síns. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4.“ „Mjög mikill fjöldi sveimara í hverri kví“ Þá segir í skýrslunni að ef engar úrbætur verði gerðar rati málið fyrir fund með lögfræðingi, sérgreinadýralækni og deildarstjóra fiskeldisdeildar hjá Matvælastofnun til frekari ákvörðunar um hugsanlegar þvingunaraðgerðir. Fall hitastigs sjávar, úr tveimur gráðum í núll, er einkum talið hafa orsakað það að laxinn drapst í stórum stíl.vísir/vilhelm Andmælaréttur rann út á föstudag fyrir helgi. Í athugasemdum sem gerðar eru við skýrslu segir meðal annars að þar komi ýmislegt á óvart. En MAST afskrifar flestar mótbárur nema hvað stofnunin breytir einu atriði í skýrslunni: „Fellst Matvælastofnun á breyta orðalagi á skráningu fráviksins þannig að í stað þess að segja „að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví“ verði það að mjög mikill fjöldi sveimara hafi verði í hverri kví.“ Snögg lækkun hitastigs sjávar helsti orsakavaldur Vandséð er að þetta bæti mjög úr skák. Eins og sjá má af myndunum sem starfsfólk MAST tók voru áverkanir á eldislöxunum ljótir. Svar við andmælum er afdráttarlaust og segir þar meðal annars: „Með vísan til framangreindrar umfjöllunar Matvælastofnunar við alla liði andmæla eftirlitsþega er ljóst að stofnunin tekur andmæli Kaldvíkur vegna eftirlitsskýrslu dags. 26. febrúar 2025 ekki til greina.“ En undir ritar Jónína Guðmundsdóttir lögfræðingur. Í samtali við Vísi segir Karl Steinar MAST vera að rannsaka þessi afföll í Berufirði og líka afföll í Ísafjarðardjúpi í janúar. Að sögn Karls Steinars hefur stofnunin boðað dagsektir ef ekki verður brugðist við. Kaldvík hefur andmælt því og er MAST að svara því núna. Þau hjá MAST kalla nú eftir alvöru lagabreytingum; það verði að vera skýrari rammi um þessa starfsemi.vísir/vilhelm Karl Steinar segir meginorsökina vera snögga lækkun hitastigs sjávar úr tveimur gráðum niður í núll gráður. En undirliggjandi bakteríur gera fiskinn veikan fyrir. „Þegar sjórinn kólnar svona bratt getur ástandið versnað mjög hratt. Nokkrir þættir sem valda því að þeir eru að særast og deyja. Við erum enn að vinna þetta mál og meta stöðuna.“ Karl segir MAST líta þetta frávik alvarlegum augum. „Klárlega. Við lítum öll velferðarmál alvarlegum augum. Núna viljum við fá alvöru lagabreytingu og treystum því að það gangi eftir. Að það verði skýrari rammmi utan um þetta.“ Óásættanleg meðferð á eldisdýrum Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum fylgist grannt með gangi mála og honum er brugðið. Hann segir verst farið með eldislaxana af hálfu Kaldvíkur á Austfjörðum undanfarna mánuði en ástandið fyrir vestan hjá Arnarlaxi, Háafelli og Arctic Fish hafi einnig verið hrikalegt í janúar. „Alls létu fyrirtæki í sjókvíaeldi á Íslandi um 815 þúsund eldislaxa drepast í sjókvíunum í janúar. Það er á við rúmlega tífaldur allur íslenski villti laxastofninn, svo fólk átti sig á hversu svakalegar hamfarir þetta eru.“ Jón Kaldal segir þessa meðferð á eldisdýrum algerlega óásættanlega.vísir/vilhelm Jón segist ekki trúa öðru en að stjórnvöld grípi nú í taumana: „Þessi meðferð sjókvíaeldisfyrirtækjanna á eldisdýrunum er algjörlega óásættanleg. Það kemur ekki annað til greina en að taka af þeim leyfin og draga stjórnendur þeirra til ábyrgðar.“ Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins.“ Segir alla hafa lagst á eitt Spurður hvað honum sýnist um það að MAST taki ekki mikið mark á mótbárum þeirra hjá Kalvík segist Kjartan vissulega fyrirliggjandi ólík sýn á suma þætti. „Sumar reglurnar eru óljósar en á til þess ber þó að líta að við höfum átt í uppbyggilegu samtali við MAST frá upphafi. Kjartan Lindbøl segir reglurnar óljósar en þeir hjá Kaldvík hafi hlýtt öllum tilmælum MAST og nú horfi ástandið til betri vegar.aðsend Kjartan segir starfsfólk Kaldvíkur hafi lagt sig fram um að huga að velferð fiskanna, og þar standi ekkert í vegi. „Við höfum einnig leitað utanaðkomandi aðstoðar, dýralækna og annarra fiskvelferðarsérfræðinga.“ Spurður um tjónið segir Kjartan þær tölur fyrirliggjandi í skýrslu MAST. „Við erum nú að sjá snöggar breytingar til batnaðar. Hækkandi hiti sjávar hjálpar þar til. Við erum í góðu samstarfi við starfsfólk MAST sem er einmitt hér hjá okkur núna, til að aðstoðar.“
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Múlaþing Fiskeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira