Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 06:02 Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun