Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 11:30 Hákon Arnar Haraldsson fagnar eftir að hafa skorað gegn Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. AP/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira