Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 11:01 Arnar Gunnlaugsson, landsliðþjálfari Íslands og Albert Guðmundsson leikmaður Fiorentina og íslenska landsliðsins Vísir/Samsett mynd Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira