Leikarar og dansarar á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Leikarar og dansarar í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert. Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert.
Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00