Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 20:02 Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði. Mögulega voru einhverjir rótgrónir fordómar þar að baka en fyrir mér hljómaði þetta alltaf eins og lakara útgáfa af alvöru íþróttum. Það er aldrei talað um skólastærðfræði eða skólaensku. Í rauninni eru engar aðrar faggreinar sem bera þetta forskeyti að mér vitandi. Er það virkilega faginu til sóma að skella forskeytinu skóli fyrir framan íþróttir. Nafnið skekkir einnig væntingar nemanda og foreldra til fagsins. Að SKÓLAíþróttir séu einungis til að kynna hefðbundnar íþróttir fyrir nemendum, sem þeir vonandi finna sig í og fara að æfa utan skóla. En starf grunnskólans er ekki að búa til iðkendur fyrir íþróttafélögin. Honum ber fyrst og fremst skylda til að mennta. Forsendur þátttöku eru einnig ólíkar. Nemendur hafa ekki val um að mæta en í iðkandi hefur visst frelsi til athafna. Hann er þar á eigin forsendum. Oftar en ekki búinn að velja eitthvað sem hann hefur áhuga á. Foreldrar eru einnig að greiða fyrir þjónustuna og hafa þá frelsi til að velja hvort, hvar og hvað iðkandinn æfir. Því eru starf kennara og þjálfara ólíkt. Starf þjálfara byggir í grunninn á því að þjálfa upp iðkendur í ákveðinni íþrótt en starf íþróttakennara um að skapa nemendum jákvæða upplifun af hreyfingu. Í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu að námið efli fimi, grunnhreyfi- og félagsfærni. Til þess notum við leiki af ýmsu tagi. Til að skapa fimi. Því tel ég að nafnabreytingin hafa verið feilspor. Leikfimi lýsir einfaldlega betur hvernig kennslustundir fara fram og hvað er verið að kenna. Kallar sig einhver skólaíþróttakennara. Held ekki…. Forskeytinu er ávallt sleppt og verður þá íþróttakennari. Og þá hljómar leikfimikennari einfaldlega betur í mínum eyrum. Höfundur er SKÓLAíþróttakennari.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar