Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2025 08:32 Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun