Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent