Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar 14. mars 2025 09:01 Ég leiði stundum hugann að eftirminnilegum orðaskiptum sem ég átti á sínum tíma við þáverandi barnamálaráðherra um hrun í fæðingartíðni Íslendinga. Þar hafnaði ég þeirri hugsun ráðherrans, og eins margra annarra, að vandalaust verði að leysa fólksfjölgunarþörfina hér einfaldlega með sífellt fleiri innflytjendum. Það er þó ekki heldur einfalt mál að leysa vandann alveg með hvers konar barneignahvetjandi stjórnvaldsaðgerðum, enda er fæðingartíðnin sannarlega ekki alfarið á ábyrgð stjórnvalda eða þeirrar efnahagslegu umgjörðar sem þau búa foreldrum. Breytingin sem við erum að kljást við ristir dýpra. Nútímalíf felur í sér botnlaust og kvíðvænlegt valfrelsi um allt mögulegt. Getnaðarvarnir og fóstureyðingar gera barneignir að úthugsaðri ákvörðun hjá langflestum. Sú ákvörðun er síðan ekki arðbær samkvæmt almennum útreikningum, þannig að margir enda í því sem erlendis er kallað „analysis paralysis“. Það er sem sagt svo erfitt að reikna sig að þeirri niðurstöðu að barneignir séu skynsamlegar að menn leggjast bara í kör. Á meðan líða árin, meðalaldur nýrra foreldra hækkar og fæðingartíðnin heldur áfram að hrynja. Það er af sem áður var, að „slysin“ gerðust og hughreystingar var aðeins að leita í þeim eilífu sannindum, að blessun fylgdi barni hverju. Margar þjóðir hafa reynt að spyrna við fótum og snúa dæminu við, eins og Ungverjar. Allt frá bílastyrkjum fyrir barnafjölskyldur til eilífrar skattaundanþágu fyrir margra barna mæður. En fæðingartíðni hefur þó aðeins lítillega tekið við sér þar í landi og sumir segja það frekar að þakka almennum efnahagsbata en hinum sértæku aðgerðum. Framfarirnar í fæðingartíðninni eru þar að auki í raun varla marktækar. Ekki vandamál nema við gerum mistök Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu á ekki að gefast upp á því verkefni að stuðla að barneignum, en á meðan það gengur hægt getum við huggað okkur við frískandi ábendingu bresku blaðakonunnar Mary Harrington. Harrington fullyrðir nefnilega að þetta „vandamál“ sem lág fæðingartíðni er, muni leiðrétta sig af sjálfu sér eftir nokkrar kynslóðir. Þetta er bjartsýnt, en mögulega rétt. Hver veit svo sem hvað framtíðin ber í skauti sér? Einu mistökin, að sögn Harrington, eru að reyna að bæta upp fyrir fæðingartíðnina til skemmri tíma með því að flytja bara inn fólk. Fólksfjölgun á Íslandi hafði fram að síðustu aldamótum verið hæg en tiltölulega stöðug um langt skeið. Íslendingar fjölguðu sér á sínum hraða og svo komu sérlega góðir sprettir þegar aðstæður buðu. Viðtekin sannindi voru að til þess að auka hér lífsgæði yrði að finna sífellt betri og hagkvæmari leiðir til að gera hlutina. Þannig, með bættri framleiðni, myndu lífsgæði okkar aukast. Eftir síðustu aldamót var þetta hins vegar hætt að vera sjálfsagt og síðan hefur „framleiðnidrifinn“ hagvöxtur orðið sífellt minni. Framleiðni hefur enda aukist miklum mun hægar. Í staðinn hefur hagvöxturinn í auknum mæli farið að byggjast á stórauknum straumi vinnandi innflytjenda, þróun sem helgast af EES-samstarfinu en fór ekki almennilega af stað fyrr en eftir stækkun ESB árið 2004. Í staðinn fyrir „þróaðri framleiðsluaðferðir = meiri framleiðsla“ hefur lífsgæðasóknin síðan falist meira í „fleira fólk = meiri framleiðsla“. Ljóst er að þessi nálgun er ekki með öllu gallalaus fyrir samfélagið. Henni fylgja stóraukið álag á opinber kerfi, hvort sem það eru skólar, leikskólar eða heilbrigðisþjónusta, ófullkomnari samskipti á milli fólks vegna versnandi tungumálaörðugleika, óhjákvæmilega minni þjóðfélagsleg samheldni og svo auðvitað söguleg húsnæðiskreppa. En þetta eru aðeins fyrirsjáanlegir og áþreifanlegir fylgikvillar stóraukinnar fólksfjölgunar á mjög stuttu tímabili. Ef við köfum dýpra, tökum viðvaranir Bretans hér að ofan alvarlega og reynum að láta okkur detta í hug hvaða „mistök“ við erum að gera með þessu, er hætta á að eitt og annað stærra og alvarlegra opinberist okkur. Vægast sagt skammgóður vermir Þessi lýðfræðilega þróun er alþjóðlegt fyrirbæri og við erum ekki ein um að þurfa að velta þessu fyrir okkur. Hrunin fæðingartíðni, vinnuaflsþörf, en brothætt menningarlegt jafnvægi. Í Japan hafa menn reynt hvað þeir geta til að leysa sinn vanda ekki með innfluttu vinnuafli, enda telja þeir að sú lausn sé í raun aðeins skammgóður vermir. Vissulega er það leyft í smáum skömmtum og í afmarkaðan tíma, en hugsunin er þó sú að þegar fæðingartíðnin tekur þá loks við sér, rétt eins og Harrington spáir, hafi samfélagið ekki tekið of róttækum breytingum vegna skammtímasjónarmiða. Í millitíðinni sitja Japanir þó ekki aðgerðalausir. Á meðan þeir reyna með veikum mætti að ýta undir auknar barneignir, hafa þeir fjárfest sérstaklega ríflega í sjálfvirkni og vélvæðingu allra sviða hagkerfisins til að sinna mikilli eftirspurn eftir vinnuafli. Um leið leita þeir leiða til að virkja óvirka heimamenn til vinnu með ýmsum hætti. Þar skemmir auðvitað ekki fyrir að vegna mikillar eftirspurnar eftir fólki hækka launin. Staðan er engu að síður óneitanlega flókin í Japan og vinnuaflsskorturinn er sagður töluverður. Telja má líklegt að Japanir yrðu á einhverjum tímapunkti að gefa meira eftir og nýta sér innflytjendur í auknum mæli, ef ekki væri fyrir þær róttæku tæknibreytingar sem nú gera vart við sig með tilkomu öflugri gervigreindar. Nú gerist sem sagt hið óvænta. Einmitt vegna þeirrar miklu undirbúningsvinnu sem Japanir hafa neyðst til að ráðast í á sviði sjálfvirknivæðingar, teljast þeir nú vera í lykilstöðu til þess að taka við hinni miklu byltingu fram undan – í betri stöðu en þau ríki sem hafa leyst úr hagvaxtarþörf sinni með innfluttu vinnuafli. Ekki minni maður en Larry Fink, forstjóri hins bandaríska sjóðastýringarrisa BlackRock, útskýrir þetta betur en ég get gert: „Við héldum alltaf að minnkandi íbúafjöldi leiddi til neikvæðs hagvaxtar. En ég hef verið að ræða við leiðtoga í stórum þannig ríkjum, sem hafa reynt að takmarka innflutning fólks en eru með minnkandi íbúafjölda, og þessi ríki verða fljót að tileinka sér sjálfvirknivæðinguna, gervigreind og nýja tækni. Ef vonirnar rætast um að öll þessi tækni muni umbylta framleiðni okkar, sem við flestir telja að hún muni gera, þá munum við geta stórbætt lífsgæði bæði ríkja og einstaklinga – jafnvel þótt íbúafjöldi sé að dragast saman. Þannig að núna eru að verða breytingar á viðhorfi okkar til minnkandi íbúafjölda. Félagsleg vandamál, sem skapast við að skipta fólki út fyrir vélar, verða mun viðráðanlegri á stöðum þar sem íbúafjöldinn er að dragast saman.“ Nú lýsir Fink þessu af nokkrum tilfinningakulda og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld ekki að una við að þjóðin skreppi saman eða taka því fagnandi að menn sjái ekki flöt á að fjölga sér. Fink lýsir þó raunverulegri viðhorfsbreytingu með þessum ummælum. Hann og hans líkar hafa á undanförnum áratugum verið miklir talsmenn innflutts vinnuafls, ekki síst auðvitað vegna þess að allt slíkt hjálpar með launakostnaðinn. Hér þurfum við Íslendingar að leggja við hlustir. Þessi hagfræðilega innsýn eins mikilvægasta fjármálamanns veraldar eru mikil tíðindi fyrir okkur á viðkvæmum tímapunkti í okkar sögu. Sjálfvirknivæðing er nauðsyn, ekki valkostur Hér átti að grennslast fyrir um möguleg „mistök“ af hálfu okkar Íslendinga. Þeim mætti lýsa sem svo: Ef við höldum áfram að reiða okkur á hagvöxt í gegnum innflutta fólksfjölgun er hætt við því að okkur auðnist ekki almennilega að stíga þá öldu sem nú rís með nýrri tækni. Þetta er þá spurning um að neyðin drífi okkur til góðra verka í stað þess að værukærð grafi um sig. Lítum til þess virkjanastopps sem hér hefur ríkt á undanförnum árum. Það má velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hefðu leyft slíkri sjálfskapaðri hagvaxtarbremsu að viðgangast ef þau hefðu ekki getað ornað sér við ylinn af hinum innflutta hagvexti. Í fiskvinnslu sem ég heimsótti á dögunum sagði forstjórinn mér að með sjálfvirkum hátæknivélum hefði starfsmönnum á gólfinu þar fækkað á síðasta áratug úr 400-500 og niður í kringum 150. Enn er verið að framleiða jafnmikið ef ekki meira, þannig að framleiðniaukningin er sannarlega ævintýraleg. Áhyggjur af útbreiddu atvinnuleysi af þessum sökum virðast óþarfar, þar sem enn eru tugir þúsunda að flytjast til landsins til vinnu og enn fást störf ekki mönnuð. Það eina sem útgerðarmaðurinn sagði við mig var að hann vantaði fleira tæknimenntað fólk. Þetta er það sem Larry Fink vísar til. Við Íslendingar erum sem fámenn, orkurík og hámenntuð þjóð í kjörstöðu til að njóta allra kosta þeirrar tæknibyltingar sem nú fer í hönd. En þá þarf áhersla okkar að vera þar. Það ríður sem sagt á að stjórnvöld geri allt mögulegt til að taka tæknibreytingunum opnum örmum, fjárfesta á réttum stöðum og skapa rétta hvata til þess að dæmið gangi upp. Ég grínaðist með það á dögunum í anda þekktra „popúlískra“ stjórnmálaleiðtoga, að ég hygðist endurreisa framleiðslu Rafha-eldavéla á Íslandi. Með alþjóðavæðingu 20. aldar bauðst vestrænum fyrirtækjum að flytja framleiðsluna til ríkja þar sem vinnuaflið reyndist ódýrara. Ekki kom fyllilega í ljós fyrr en síðar, að allt var það ekki án neikvæðra afleiðinga fyrir hagkerfið í heimalandinu. Fyrr en varði var margs konar framleiðsla hrunin, þótt vissulega hafi mörg neysluvaran lækkað í verði. Að miklu leyti hefur talist óraunhæft að flytja framleiðsluna aftur heim – þangað til núna. Bandaríkjamenn sjá núna tækifæri í því að flytja framleiðslu aftur heim í stórum stíl og aðeins stórvirk sjálfvirknivæðing hefur gert það að raunhæfum valkosti. Þannig er hægt að spá því að Vesturlönd geti aftur orðið miðstöð framleiðslu í heiminum, ef hinn óviðráðanlegi vinnuaflskostnaður skánar til muna með sjálfvirku vinnuafli. Störfin sem skapast í staðinn verða þá þeim mun sérhæfðari og mögulega skemmtilegri í mörgum tilvikum. Fyrir Ísland er þetta spennandi framtíðarsýn – að geta farið að framleiða vörur í stórum stíl. Hver veit svo nema fæðingartíðnin tæki hægt og rólega við sér með stóraukinni framleiðni og gæti jafnvel orðið eins og í barnasprengju eftirstríðsáranna. Var það ekki, vel að merkja, gullöld Rafha-eldavélanna? Munum þó að lokum að þetta eru aðeins efnahagslegu rökin fyrir breyttri nálgun í innflytjendamálum. Gleymum því aldrei í þeirri umræðu að Ísland er ekki bara eitthvert evrópskt efnahagssvæði. Það er íslenskt menningarsvæði. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Ég leiði stundum hugann að eftirminnilegum orðaskiptum sem ég átti á sínum tíma við þáverandi barnamálaráðherra um hrun í fæðingartíðni Íslendinga. Þar hafnaði ég þeirri hugsun ráðherrans, og eins margra annarra, að vandalaust verði að leysa fólksfjölgunarþörfina hér einfaldlega með sífellt fleiri innflytjendum. Það er þó ekki heldur einfalt mál að leysa vandann alveg með hvers konar barneignahvetjandi stjórnvaldsaðgerðum, enda er fæðingartíðnin sannarlega ekki alfarið á ábyrgð stjórnvalda eða þeirrar efnahagslegu umgjörðar sem þau búa foreldrum. Breytingin sem við erum að kljást við ristir dýpra. Nútímalíf felur í sér botnlaust og kvíðvænlegt valfrelsi um allt mögulegt. Getnaðarvarnir og fóstureyðingar gera barneignir að úthugsaðri ákvörðun hjá langflestum. Sú ákvörðun er síðan ekki arðbær samkvæmt almennum útreikningum, þannig að margir enda í því sem erlendis er kallað „analysis paralysis“. Það er sem sagt svo erfitt að reikna sig að þeirri niðurstöðu að barneignir séu skynsamlegar að menn leggjast bara í kör. Á meðan líða árin, meðalaldur nýrra foreldra hækkar og fæðingartíðnin heldur áfram að hrynja. Það er af sem áður var, að „slysin“ gerðust og hughreystingar var aðeins að leita í þeim eilífu sannindum, að blessun fylgdi barni hverju. Margar þjóðir hafa reynt að spyrna við fótum og snúa dæminu við, eins og Ungverjar. Allt frá bílastyrkjum fyrir barnafjölskyldur til eilífrar skattaundanþágu fyrir margra barna mæður. En fæðingartíðni hefur þó aðeins lítillega tekið við sér þar í landi og sumir segja það frekar að þakka almennum efnahagsbata en hinum sértæku aðgerðum. Framfarirnar í fæðingartíðninni eru þar að auki í raun varla marktækar. Ekki vandamál nema við gerum mistök Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu á ekki að gefast upp á því verkefni að stuðla að barneignum, en á meðan það gengur hægt getum við huggað okkur við frískandi ábendingu bresku blaðakonunnar Mary Harrington. Harrington fullyrðir nefnilega að þetta „vandamál“ sem lág fæðingartíðni er, muni leiðrétta sig af sjálfu sér eftir nokkrar kynslóðir. Þetta er bjartsýnt, en mögulega rétt. Hver veit svo sem hvað framtíðin ber í skauti sér? Einu mistökin, að sögn Harrington, eru að reyna að bæta upp fyrir fæðingartíðnina til skemmri tíma með því að flytja bara inn fólk. Fólksfjölgun á Íslandi hafði fram að síðustu aldamótum verið hæg en tiltölulega stöðug um langt skeið. Íslendingar fjölguðu sér á sínum hraða og svo komu sérlega góðir sprettir þegar aðstæður buðu. Viðtekin sannindi voru að til þess að auka hér lífsgæði yrði að finna sífellt betri og hagkvæmari leiðir til að gera hlutina. Þannig, með bættri framleiðni, myndu lífsgæði okkar aukast. Eftir síðustu aldamót var þetta hins vegar hætt að vera sjálfsagt og síðan hefur „framleiðnidrifinn“ hagvöxtur orðið sífellt minni. Framleiðni hefur enda aukist miklum mun hægar. Í staðinn hefur hagvöxturinn í auknum mæli farið að byggjast á stórauknum straumi vinnandi innflytjenda, þróun sem helgast af EES-samstarfinu en fór ekki almennilega af stað fyrr en eftir stækkun ESB árið 2004. Í staðinn fyrir „þróaðri framleiðsluaðferðir = meiri framleiðsla“ hefur lífsgæðasóknin síðan falist meira í „fleira fólk = meiri framleiðsla“. Ljóst er að þessi nálgun er ekki með öllu gallalaus fyrir samfélagið. Henni fylgja stóraukið álag á opinber kerfi, hvort sem það eru skólar, leikskólar eða heilbrigðisþjónusta, ófullkomnari samskipti á milli fólks vegna versnandi tungumálaörðugleika, óhjákvæmilega minni þjóðfélagsleg samheldni og svo auðvitað söguleg húsnæðiskreppa. En þetta eru aðeins fyrirsjáanlegir og áþreifanlegir fylgikvillar stóraukinnar fólksfjölgunar á mjög stuttu tímabili. Ef við köfum dýpra, tökum viðvaranir Bretans hér að ofan alvarlega og reynum að láta okkur detta í hug hvaða „mistök“ við erum að gera með þessu, er hætta á að eitt og annað stærra og alvarlegra opinberist okkur. Vægast sagt skammgóður vermir Þessi lýðfræðilega þróun er alþjóðlegt fyrirbæri og við erum ekki ein um að þurfa að velta þessu fyrir okkur. Hrunin fæðingartíðni, vinnuaflsþörf, en brothætt menningarlegt jafnvægi. Í Japan hafa menn reynt hvað þeir geta til að leysa sinn vanda ekki með innfluttu vinnuafli, enda telja þeir að sú lausn sé í raun aðeins skammgóður vermir. Vissulega er það leyft í smáum skömmtum og í afmarkaðan tíma, en hugsunin er þó sú að þegar fæðingartíðnin tekur þá loks við sér, rétt eins og Harrington spáir, hafi samfélagið ekki tekið of róttækum breytingum vegna skammtímasjónarmiða. Í millitíðinni sitja Japanir þó ekki aðgerðalausir. Á meðan þeir reyna með veikum mætti að ýta undir auknar barneignir, hafa þeir fjárfest sérstaklega ríflega í sjálfvirkni og vélvæðingu allra sviða hagkerfisins til að sinna mikilli eftirspurn eftir vinnuafli. Um leið leita þeir leiða til að virkja óvirka heimamenn til vinnu með ýmsum hætti. Þar skemmir auðvitað ekki fyrir að vegna mikillar eftirspurnar eftir fólki hækka launin. Staðan er engu að síður óneitanlega flókin í Japan og vinnuaflsskorturinn er sagður töluverður. Telja má líklegt að Japanir yrðu á einhverjum tímapunkti að gefa meira eftir og nýta sér innflytjendur í auknum mæli, ef ekki væri fyrir þær róttæku tæknibreytingar sem nú gera vart við sig með tilkomu öflugri gervigreindar. Nú gerist sem sagt hið óvænta. Einmitt vegna þeirrar miklu undirbúningsvinnu sem Japanir hafa neyðst til að ráðast í á sviði sjálfvirknivæðingar, teljast þeir nú vera í lykilstöðu til þess að taka við hinni miklu byltingu fram undan – í betri stöðu en þau ríki sem hafa leyst úr hagvaxtarþörf sinni með innfluttu vinnuafli. Ekki minni maður en Larry Fink, forstjóri hins bandaríska sjóðastýringarrisa BlackRock, útskýrir þetta betur en ég get gert: „Við héldum alltaf að minnkandi íbúafjöldi leiddi til neikvæðs hagvaxtar. En ég hef verið að ræða við leiðtoga í stórum þannig ríkjum, sem hafa reynt að takmarka innflutning fólks en eru með minnkandi íbúafjölda, og þessi ríki verða fljót að tileinka sér sjálfvirknivæðinguna, gervigreind og nýja tækni. Ef vonirnar rætast um að öll þessi tækni muni umbylta framleiðni okkar, sem við flestir telja að hún muni gera, þá munum við geta stórbætt lífsgæði bæði ríkja og einstaklinga – jafnvel þótt íbúafjöldi sé að dragast saman. Þannig að núna eru að verða breytingar á viðhorfi okkar til minnkandi íbúafjölda. Félagsleg vandamál, sem skapast við að skipta fólki út fyrir vélar, verða mun viðráðanlegri á stöðum þar sem íbúafjöldinn er að dragast saman.“ Nú lýsir Fink þessu af nokkrum tilfinningakulda og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld ekki að una við að þjóðin skreppi saman eða taka því fagnandi að menn sjái ekki flöt á að fjölga sér. Fink lýsir þó raunverulegri viðhorfsbreytingu með þessum ummælum. Hann og hans líkar hafa á undanförnum áratugum verið miklir talsmenn innflutts vinnuafls, ekki síst auðvitað vegna þess að allt slíkt hjálpar með launakostnaðinn. Hér þurfum við Íslendingar að leggja við hlustir. Þessi hagfræðilega innsýn eins mikilvægasta fjármálamanns veraldar eru mikil tíðindi fyrir okkur á viðkvæmum tímapunkti í okkar sögu. Sjálfvirknivæðing er nauðsyn, ekki valkostur Hér átti að grennslast fyrir um möguleg „mistök“ af hálfu okkar Íslendinga. Þeim mætti lýsa sem svo: Ef við höldum áfram að reiða okkur á hagvöxt í gegnum innflutta fólksfjölgun er hætt við því að okkur auðnist ekki almennilega að stíga þá öldu sem nú rís með nýrri tækni. Þetta er þá spurning um að neyðin drífi okkur til góðra verka í stað þess að værukærð grafi um sig. Lítum til þess virkjanastopps sem hér hefur ríkt á undanförnum árum. Það má velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hefðu leyft slíkri sjálfskapaðri hagvaxtarbremsu að viðgangast ef þau hefðu ekki getað ornað sér við ylinn af hinum innflutta hagvexti. Í fiskvinnslu sem ég heimsótti á dögunum sagði forstjórinn mér að með sjálfvirkum hátæknivélum hefði starfsmönnum á gólfinu þar fækkað á síðasta áratug úr 400-500 og niður í kringum 150. Enn er verið að framleiða jafnmikið ef ekki meira, þannig að framleiðniaukningin er sannarlega ævintýraleg. Áhyggjur af útbreiddu atvinnuleysi af þessum sökum virðast óþarfar, þar sem enn eru tugir þúsunda að flytjast til landsins til vinnu og enn fást störf ekki mönnuð. Það eina sem útgerðarmaðurinn sagði við mig var að hann vantaði fleira tæknimenntað fólk. Þetta er það sem Larry Fink vísar til. Við Íslendingar erum sem fámenn, orkurík og hámenntuð þjóð í kjörstöðu til að njóta allra kosta þeirrar tæknibyltingar sem nú fer í hönd. En þá þarf áhersla okkar að vera þar. Það ríður sem sagt á að stjórnvöld geri allt mögulegt til að taka tæknibreytingunum opnum örmum, fjárfesta á réttum stöðum og skapa rétta hvata til þess að dæmið gangi upp. Ég grínaðist með það á dögunum í anda þekktra „popúlískra“ stjórnmálaleiðtoga, að ég hygðist endurreisa framleiðslu Rafha-eldavéla á Íslandi. Með alþjóðavæðingu 20. aldar bauðst vestrænum fyrirtækjum að flytja framleiðsluna til ríkja þar sem vinnuaflið reyndist ódýrara. Ekki kom fyllilega í ljós fyrr en síðar, að allt var það ekki án neikvæðra afleiðinga fyrir hagkerfið í heimalandinu. Fyrr en varði var margs konar framleiðsla hrunin, þótt vissulega hafi mörg neysluvaran lækkað í verði. Að miklu leyti hefur talist óraunhæft að flytja framleiðsluna aftur heim – þangað til núna. Bandaríkjamenn sjá núna tækifæri í því að flytja framleiðslu aftur heim í stórum stíl og aðeins stórvirk sjálfvirknivæðing hefur gert það að raunhæfum valkosti. Þannig er hægt að spá því að Vesturlönd geti aftur orðið miðstöð framleiðslu í heiminum, ef hinn óviðráðanlegi vinnuaflskostnaður skánar til muna með sjálfvirku vinnuafli. Störfin sem skapast í staðinn verða þá þeim mun sérhæfðari og mögulega skemmtilegri í mörgum tilvikum. Fyrir Ísland er þetta spennandi framtíðarsýn – að geta farið að framleiða vörur í stórum stíl. Hver veit svo nema fæðingartíðnin tæki hægt og rólega við sér með stóraukinni framleiðni og gæti jafnvel orðið eins og í barnasprengju eftirstríðsáranna. Var það ekki, vel að merkja, gullöld Rafha-eldavélanna? Munum þó að lokum að þetta eru aðeins efnahagslegu rökin fyrir breyttri nálgun í innflytjendamálum. Gleymum því aldrei í þeirri umræðu að Ísland er ekki bara eitthvert evrópskt efnahagssvæði. Það er íslenskt menningarsvæði. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun