Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. mars 2025 07:03 Þjófnaðurinn var í tveimur verslunum Elko. Annars vegar í Lindum í Kópavogi. Vísir/Egill Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn. Mönnunum er gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Fjórir grímuklæddir brjótast inn Málið er talið tengjast þjófnaði í tveimur verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna við framkvæmdir í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa verið ákærðir. Stærsti þjófnaður Íslandssögunnar? Líkt og áður segir er virði þess stolna tæpar hundrað milljónir króna samkvæmt verðmati. Það myndi gera þjófnaðinn einn þann umfangsmesta í Íslandssögunni. Sem dæmi um önnur stór þjófnaðarmál mætti nefna þjófnaðinn í Hamraborg í mars í fyrra, þegar tveir menn brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og höfðu með sér á brott peninga úr spilakassa. Greint hefur verið frá því að þýfið í því máli hljóp á tugum milljónum króna. Oft hefur verið talað um ránið í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011 sem það stærsta í Íslandssögunni. Þá komu fjórir erlendir karlmenn hingað til lands gagngert til að fremja ránið, og stálu 49 armbandsúrum af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Ári eftir að það rán var framið hlutu þrír menn fangelsisdóma vegna þess. Það var síðan ekki fyrr en í fyrra sem fjórði maðurinn hlaut dóm vegna þess. Þjófnaður í Elko Dómsmál Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Mönnunum er gefið að sök að hafa haft í vörslum sínum 129 farsíma, bæði frá Apple og Samsung, og rúma milljón króna og tæplega fimm þúsund evrur í reiðufé, sem jafngildir rúmum 700 þúsund krónum. Mennirnir voru stöðvaðir þann 25. september síðastliðinn. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að þeir hafi verið í bíl á Seyðisfirði, en þeir munu hafa verið á leið í Norrænu. Lögreglan hafi fundið farsímana í tveimur bakpokum sem voru í farangursgeymslu bílsins, og þá hafi reiðuféð verið í fórum mannanna. Í ákæru segir að mönnunum hefði átt að vera ljóst að um þýfi væri að ræða. Þeir hefðu því haldið farsímunum og reiðufénu ólöglega fyrir eigenda þess. Fjórir grímuklæddir brjótast inn Málið er talið tengjast þjófnaði í tveimur verslunum Elko. Annars vegar í Skeifunni í Reykjavík og hins vegar í Lindum í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um málið 23. september. Maður sem hafði verið að vinna við framkvæmdir í Elko Lindum sagðist hafa verið að vinna við framkvæmdir í húsinu til klukkan 16 daginn áður. Þegar hann hafi farið hafi allt verið í lagi, en þegar hann kom aftur daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins og búið að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Lögreglan ræddi við verslunarstjóra annarrar verslunarinnar. Sá sagðist hafa séð í upptökum úr öryggismyndavélum þegar fjórir grímuklæddir menn fóru inn um glugga húsnæðisins klukkan 2:22 um nóttina. Verslunarstjórinn sagði að stolið hefði verið úr peningaskáp þeirrar verslunar, tæplega 5,2 milljónum króna. Þar að auki hefði mörgum farsímum verið stolið. Bíll eins hinna grunuðu mun hafa verið gripinn á mynd fyrir utan verslunina á þeim tíma sem brotist var inn. Þá er talið að annar hinna grunuðu sjáist á mynd afhenda þessum eiganda bílsins bíllykla. Hundrað milljóna virði Verslunarstjóri hinnar verslunarinnar sagði að búið hefði verið að brjóta upp stafjárn á dyrum húsnæðisins. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá að búið væri að gera op á peningaskápa sem voru geymdir í versluninni. Verslunarstjórinn greindi lögreglu frá því að í einum peningaskápnum væru geymdir farsímar. Samkvæmt verðmati sem var gert í upphafi málsins var virði þess stolna 99,8 milljónir. Svo virðist sem lögreglu hafi fljótlega farið að gruna hverjir ættu í hlut, en henni bárust upplýsingar sama dag og málið kom upp, frá Tollgæslunni, að hinir grunuðu ættu flug til Mílan með Wizz Air síðar þennan sama dag. Mennirnir voru handteknir, en í farangri eins þeirra fannst mikið magn af reiðufé. Greint var frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir á flugvellinum, en hinir grunuðu hefðu verið búnir að innrita sig í flugið. Fram kom að þýfið væri þó ófundið. Þessir sjö væru Rúmenar sem hefðu ekki búsetu hér á landi. Nokkrum dögum seinna var greint frá því að tveir hefðu verið handteknir á leið í Norrænu með hluta þýfisins, en það eru þeir sem hafa verið ákærðir. Stærsti þjófnaður Íslandssögunnar? Líkt og áður segir er virði þess stolna tæpar hundrað milljónir króna samkvæmt verðmati. Það myndi gera þjófnaðinn einn þann umfangsmesta í Íslandssögunni. Sem dæmi um önnur stór þjófnaðarmál mætti nefna þjófnaðinn í Hamraborg í mars í fyrra, þegar tveir menn brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og höfðu með sér á brott peninga úr spilakassa. Greint hefur verið frá því að þýfið í því máli hljóp á tugum milljónum króna. Oft hefur verið talað um ránið í úra- og skartgripaversluninni Michelsen á Laugavegi árið 2011 sem það stærsta í Íslandssögunni. Þá komu fjórir erlendir karlmenn hingað til lands gagngert til að fremja ránið, og stálu 49 armbandsúrum af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Ári eftir að það rán var framið hlutu þrír menn fangelsisdóma vegna þess. Það var síðan ekki fyrr en í fyrra sem fjórði maðurinn hlaut dóm vegna þess.
Þjófnaður í Elko Dómsmál Kópavogur Reykjavík Múlaþing Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira