Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 18:30 Áslaug Arna segir um alvarlegan dómgreindarbrest að ræða, eða þaðan af verra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir orðræðu menntamálaráðherra í garð íslenskra dómstóla óábyrga og hættulega. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún. Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagðist í dag hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2008. Grafi undan trausti á réttarkerfinu Íslenska ríkið var sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu og Hafþórs Ólafssonar eiginmanns hennar vegna fyrningar. Þau höfðuðu málið í nóvember árið 2023 en málið var fyrnt að mati dómstóla árið 2022. „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum,“ sagði ráðherrann en ekki er algengt að handhafar framkvæmda- og löggjafarvaldsins lýsi yfir vantrausti á alla handhafa dómsvaldsins. Áslaug Arna sem var sjálf dómsmálaráðherra á árunum 2019 til 2021 segir ummæli Ásthildar Lóu til þess fallin að grafa undan trausti almennings á réttarkerfinu og sýna lítilsvirðingu fyrir sjálfstæði dómsvaldsins. „Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar sjálfir hafa misst trú á réttlæti íslenskra dómstóla, hvernig eigum við þá að ætlast til þess að borgararnir geri það?“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagmiðlum. Meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins Eðlilegt sé að einstaklingar séu ósáttir við niðurstöður dómstóla eða telji þær rangar og að gagnrýni byggð á rökum eigi fullt erindi í lýðræðislegri umræðu. „En að ráðherra, sem sjálfur er hluti af framkvæmdavaldinu, ráðist á dómsvaldið með svona alhæfingum er aftur á móti algjörlega óásættanlegt. Það dregur úr trúverðugleika réttarkerfisins og vegur að grunnstoðum lýðræðisins,“ segir Áslaug Arna. „Annaðhvort er þetta alvarlegur dómgreindarbrestur eða meðvituð atlaga að sjálfstæði dómsvaldsins. Hvorugt er ásættanlegt,“ segir hún.
Dómsmál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira