Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar 14. mars 2025 10:32 Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar