Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar 14. mars 2025 10:32 Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var engin stemning fyrir loftslagsmálum fyrir síðustu kosningar. Loftslagsvandinn hvarf samt ekki. Hann er enn til staðar. Það verður væntanlega ein birtingarmynd góðæris að hann verði að kosningamáli á ný. Nema það verði vegna hörmunga. Eða kynslóðaskipta meðal kjósenda. Meðal þeirra sem brenna fyrir náttúruvernd og loftslagsmálum er umræðan sífellt háværari: Hvað varð um loftslagsmálin? Í pólitíkinni? Hjá fjölmiðlum? Skilur fólk ekki hvað þetta skiptir miklu máli? Veit fólk hvernig líf á jörðu væri við 2° eða 3° hlýnun? 100 manns ætla að vinna saman Þessi mál eru mikilvæg sama hvort þau séu í tísku eða ekki. Að koma í veg fyrir hamfarahlýnun er langtímaverkefni sem krefst langtímahugsunar. Það er tímabært að eiga opið samtal um umhverfis- og loftslagsmálin og vinna síðan markvisst saman, þvert á samtök, stjórnmálaflokka og atvinnugreinar. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í slíku samtali eru velkomin á fund á morgun. Fréttir um fundinn hafa farið sem eldur í sinu um grasrótina. Sem stendur hafa fleiri en 100 manns skráð sig til leiks. Fjölmargt til umræðu Málaflokkarnir sem flestir fundargestir hafa áhuga á að ræða betur eru m.a. loftslagsmál, náttúruvernd, samgöngur, matvælaframleiðsla, votlendi, skipulagsmál, hringrásarhagkerfi, dýravelferð, umhverfisfræðsla, líffræðilegur fjölbreytileiki, verndun hafsins, orkumál og neysluhyggja. Þátttakendur koma alls staðar að, margir úr grasrótarsamtökum sem láta sig náttúruvernd, dýravelferð og loftslagsmál varða, fólk frá mismunandi stjórnmálaflokkum og úr atvinnulífinu. Ungt fólk, gamalt fólk, allskonar fólk. Þetta verður veisla. Að sjálfsögðu er fólk hvatt til þess að koma með eigið kaffimál. Hvað varð um umhverfismálin? Fundurinn verður laugardaginn 15. mars frá kl 10:30-13:00 í stofu M201 í Háskólanum í Reykjavík. Öll velkomin! Skráning fer fram hér: Hvað varð um umhverfismálin? Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar