Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 17:01 Donni, eða Kristján Örn Kristjánsson, á æfingu landsliðsins í Safamýri í dag. Vísir „Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn. Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira