„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. mars 2025 20:38 Ágúst Jóhannsson var ósáttur í leikslok. vísir / anton brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. „Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira