„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. mars 2025 20:38 Ágúst Jóhannsson var ósáttur í leikslok. vísir / anton brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann. „Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
„Þetta var hörkuleikur. Sóknarleikurinn hjá okkur var þungur, en við samt náðum að skora 26 mörk. Varnarleikurinn var þó engan veginn nógu góður og markvarslan ekki heldur og á meðan við spilum svona þá er erfitt að vinna lið eins og Fram og Hauka og þessi bestu lið, það segir sig sjálft. Við þurfum bara að horfa inn á við og vinna í okkar málum, það er algjörlega ljóst,“ sagði Ágúst. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en um miðbik síðari hálfleiks voru gestirnir í Val komnir með tveggja marka forystu og allur vindur með liðinu. Aðspurður hvað varð til þess að sú forysta hafi horfið skyndilega hafði Ágúst þetta að segja. „Við erum bara sjálfum okkur verst. Við erum komin í góða stöðu þó það voru 15 mínútur eftir, vorum með ágætis tök á leiknum. Sóknarleikurinn var bara svo óbeinskeyttur, við vorum að fara illa með góðar stöður, mætum illa á boltann, við förum að gera tæknifeila og þær refsa okkur með hraðaupphlaupum og svo var þetta bara eitt tvö í hvora áttina.“ Ágúst var allt annað en sáttur með dómara leiksins, þá Ómar Ingi Sverrisson og Þorleifur Árni Björnsson. Sérstaklega var einn dómur sem sveið hvað mest að mati Ágústs. „Við skorum hundrað prósent löglegt mark í stöðunni 25-24, þegar Thea fer í gegn. Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning þar og þar hefðum við jafnað leikinn, en í staðin fara þær upp og komast tveimur mörkum yfir. Þetta er bara lykildómur í leiknum og ég verð bara að segja það að dómgæslan í dag var bara mjög slök í þessum leik, í báðar áttir. Það var bara engin lína, skrefdómar ekki dæmdir og bara mjög slakt. En það afsakar ekki frammistöðuna hjá okkur. Við eigum að geta gert betur og þurfum að gera betur. Við þurfum bara að leggjast yfir þetta og koma klár í næsta leik. Við eigum Hauka næst og þær eru feikilega öflugar og við þurfum að sýna betri frammistöðu en þetta.“ Því skal þó haldið til haga að ekki er rétt að Fram hafi farið beint í sókn og komist tveimur mörkum yfir, en bæði lið fengu sitthvora sóknina áður en Fram kom sér í tveggja marka forystu. Þó var um vendipunkt að ræða í leiknu og viðbrögð Ágústs því skiljanleg, enda hafði hann sitthvað til síns máls. Fram er nú aðeins tveimur stigum á eftir Val í töflunni þegar þrjár umferðir eru eftir. Valur stendur þó betur gagnvart Fram hvað varðar innbyrðis viðureignir. Næsti leikur Vals er gegn bikarmeisturum Hauka og því hörku leikur fram undan hjá Val. Aðspurður hvort farið sé að hrikta í stoðunum hjá Val þá taldi Ágúst það ekki vera. „Það held ég ekki. Þetta er annað tapið í hvað langan tíma, við erum alveg yfirveguð sko. Við auðvitað þurfum bara að fara aðeins yfir okkar leik. Við vorum að spila við Fram sem er bara alvöru lið og eru bara feikilega öflugar og við þurfum bara að sýna betri frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“
Olís-deild kvenna Fram Valur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira