Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar 15. mars 2025 23:31 Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun