Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir og Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifa 17. mars 2025 07:02 Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í margvíslegum samvinnuverkefnum á síðustu árum hefur Kolbrún sýnt sveigjanleika og seiglu og ekki hikað við að láta hendur standa fram úr ermum. Við styðjum framboð hennar til rektors Háskóla Íslands heilshugar og hvetjum öll þau sem atkvæðisrétt hafa til að kynna sér stefnumál hennar og árangur. Kolbrún Pálsdóttir hefur náð að tengja Menntavísindasvið Háskóla Íslands við aðrar menntastofnanir samfélagsins á nýjan hátt. Hún hefur vilja og metnað til að brjóta niður múra milli stofnana, skapa vettvang fyrir samtal ólíkra aðila og tryggja að Háskólinn starfi í tengslum við skóla á öllum stigum, fagfélög, stjórnvöld og aðra lykilaðila. Kolbrún hefur verið óþreytandi í því að styðja við þróun kennslu og rannsókna og leitað leiða til að styrkja samstarf og nýja sprota í menntakerfinu. Hún hefur ásamt samstarfsfólki af Menntavísindasviði tekið virkan þátt í mótun stefnu og uppbyggingu verkefna á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Eitt dæmi um mikilvægt samstarfsverkefni er MEMM – menntun, mótttaka og miðlun – þróunarverkefni sem mennta- og barnamálamálaráðuneytið leiðir og miðar að því að skapa samræmda stefnu fyrir móttöku og menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn í íslenskum skólum. Annað dæmi um nýjan sprota er fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu þar sem Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild Háskólans á Akureyri byggja upp nýja námsleið saman sem mætir þörfum sveitafélaga og leikskóla um land allt. Það er ekki sjálfgefið að tryggja stuðning og fjármagn til nýrra verkefna, en Kolbrún hefur náð því með skýrri sýn, öflugri samvinnu og sannfæringarkrafti. Kolbrún hefur það sem þarf til að leiða Háskólann áfram á vegferð uppbyggingar síðustu ára. Yfirgripsmikil reynsla hennar af stjórnun og þekking á stjórnkerfinu, framsýni, seigla og ríkuleg tengsl við fjölmarga aðila munu nýtast vel í embætti rektors. Við hvetjum ykkur öll sem hafið atkvæðisrétt í rektorskjörinu sem fram fer á Uglu 18. og 19. mars til að kjósa Kolbrúnu sem næsta rektor Háskóla Íslands. Kristín Jónsdóttir er kennslukona og dósent við Deild kennslu og menntunarfræða HÍ Þórdís Jóna Sigurðardóttir er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun