Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir og Pia Hansson skrifa 17. mars 2025 08:01 Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun