Fótbolti

Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hugrún Pálsdóttir skoraði annað mark Tindastóls.
Hugrún Pálsdóttir skoraði annað mark Tindastóls. Vísir/Vilhelm

Tindastóll vann langþráðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Fylki í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í dag.

Tindastóll og Fylkir sátu í neðstu tveimur sætum riðils 1 fyrir leik dagsins, en Stólarnir sátu á botninum án stiga. Tindastóll gat hins vegar jafnað Fylki að stigum með sigri í dag.

Saga Ísey Þorsteinsdóttir kom Tindastóli yfir með marki á 23. mínútu áður en Hugrún Pálsdóttir tvöfaldaði forystu liðsins eftir tæplega klukkutíma leik.

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan varð 2-0 sigur Tindastóls. Stólarnir eru þó enn á botni riðilsins, nú með þrjú stig eftir fimm leiki, jafn mörg og Fylkir sem situr sæti ofar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×