Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 14:03 Margrét, Jón og Hildur mátu vinnu formanns stjórnar SÍS jafnast á við 50 prósent starf, sem Heiða þarf þá að sinna meðfram borgarstjórastarfinu. Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30
Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31