Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. mars 2025 13:55 Eigendur hússin Hvítabandsins á horni Skólavörðustígs og Kárastígs fá ekki að rífa það og byggja upp á nýtt. Vísir/Lýður/Ríkiskaup Eigendur Hvítabandsins, húss við Skólavörðustíg 37, óskuðu eftir breytingu á deiliskipulagi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti nema með viðbættum kjallara og nýrri útfærslum á kvistum. Skipulagsfulltrúi hafnaði þeirri ósk vegna menningarlegs, sögulegs og listræns gildis hússins. Sigurður Hallgrímsson lagði fram fyrirspurnina þann 27. janúar 2025 og var hún tekin fyrir á afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa mánuði síðar, 27. febrúar. Þar var einnig lögð fram samantekt ásamt yfirliti hæða og breytinga, skýrsla VSÓ Ráðgjafar frá 24. september 2024 um hönnunarforsendur burðarvirkja og samantekt á niðurstöðu frumathugunar og umsögn Minjastofnunar Íslands frá 6. febrúar 2025. Var fyrirspurninni vísað til umsagnar verkefnastjóra. Veitingastaðir, listagallerí og íbúðir Í umfjöllun mbl um áætlanir húseigenda sagði að í greinargerð arkitektastofunnar Nordic Office of Architecture til borgarinnar, fyrir hönd eigenda, hefði komið fram að eigendurnir hefðu séð fyrir sér að á fyrstu hæð og í kjallara yrðu innréttaðir veitingastaðir. Á annarri hæð yrði listagallaerí en íbúðir á þriðju og fjórðu hæð. Þá hafi VSÓ ráðgjöf skoðað uppbyggingu burðarvirkis hússins og komið í ljós að húsið sé án járnbendingar í berandi út- og innveggjum. Járn séu í kringum glugga og gólfplötur séu járnbentar með lágmarksbendingu Mikið listrænt og menningarsögulegt gildi Skipulagsfulltrúi skilaði umsögn um fyrirspurnina á afgreiðslufundi þann 13. mars síðastliðinn þar sem ósk eigendanna um breytingu á deiliskipulagi var hafnað vegna menningarlegs, listræns og sögulegs gildis hússins. Í umsögninni segir að húsið hafi „listrænt gildi sem steinsteypuklassík og menningarsögulegt gildi sem tengist heilbrigðismálum á Íslandi“. Hvítabandið hefur verið umvafið byggingarpöllum undanfarin misseri.Vísir/Lýður Húsið hafi verið byggt samkvæmt hugmyndum um randbyggð á 3. áratug 20. aldar og sé mikilvægt í sögu Reykjavíkur. Eldri arkitektúr væri mikilvægur og gæfi miðbænum sérstaka ímynd sem mikilvægt væri að standa vörð um. Mat VSÓ hafi byggt á breytingum sem þyrfti að gera vegna ætlaðrar notkunar á húsinu. „Ætla má að ef notkunarbreytingar á eldri svæðum borga kallaði á niðurrif húsa yrði lítið eftir af þeim sögulegu svæðum sem þykja nú eftirsóknarverð til heimsókna og skoðunar,“ segir í umsögninni. Því er lagt til að notandi skoði hvað sé hægt að gera til að halda húsinu og finna því „annars einhverja aðra starfsemi sem krefst ekki niðurrifs“. Varðveislugildi hússins sé „mjög mikið, bæði hvað varðar sögu heilbrigðisþjónustu á Íslandi og byggingarlistasögu“ og ef það hverfi af sjónarsviðinu rofni því sterkur þráður sem mikilvægt sé að viðhalda í sögulegu samhengi þjóðar. Ef hús er rifið og byggt að nýju sé alltaf eitthvað em nýja húsið geti ekki haldið við og því hætta á að minni gleymist. Sögufrægt 91 árs gamalt hús Hvítabandið er þrílyft steinsteypt hús á horni Skólavörðustígs og Kárastígs með kjallara, risi, stórum hornkvisti og þremur gluggakvistum, byggt úr steinsteypu, múrsléttað utan og með þakhellu á þaki. Birt stærð hússins er 1.065 fermetrar. Hvítabandið, líknarfélag kvenna, lét byggja húsið að Skólavörðustíg 37, var það hannað af Arnbirni Þorkelssyni húsasmíðameistara og vígt 18. febrúar 1934. Gömul sumarmynd af Hvítabandinu.Ríkiskaup Samkvæmt Borgarsögusafni átti húsið að vera hvíldar- og hressingarheimili fyrir konur eftir spítalavist en vegna skorts á sjúkrarúmum í Reykjavík var því breytt í sjúkrahús. Reykjavíkurborg fékk húsið að gjöf árið 1943 með öllum áhöldum og innanstokksmunum. Íslenska ríkið tók yfir eignir Sjúkrahúss Reykjavíkur í desember 1998 fyrir 1,5 milljarð króna. Ríkið greiddi þar Reykjavíkurborg 70 milljónir hús Hvítabandsins samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá nóvember 1999. Ríkiskaup auglýstu húsið fyrst til sölu í september 2022 og var þá ásett verð 550 milljónir. Húsið var svo auglýst aftur til sölu í apríl 2023 á 495 milljónir. Í nóvember sama ár keypti Sk 37 ehf, félag Lýðs Guðmundssonar Bakkavarabróður, húsið fyrir 496 milljónir króna af ríkissjóði. Húsavernd Reykjavík Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
Sigurður Hallgrímsson lagði fram fyrirspurnina þann 27. janúar 2025 og var hún tekin fyrir á afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa mánuði síðar, 27. febrúar. Þar var einnig lögð fram samantekt ásamt yfirliti hæða og breytinga, skýrsla VSÓ Ráðgjafar frá 24. september 2024 um hönnunarforsendur burðarvirkja og samantekt á niðurstöðu frumathugunar og umsögn Minjastofnunar Íslands frá 6. febrúar 2025. Var fyrirspurninni vísað til umsagnar verkefnastjóra. Veitingastaðir, listagallerí og íbúðir Í umfjöllun mbl um áætlanir húseigenda sagði að í greinargerð arkitektastofunnar Nordic Office of Architecture til borgarinnar, fyrir hönd eigenda, hefði komið fram að eigendurnir hefðu séð fyrir sér að á fyrstu hæð og í kjallara yrðu innréttaðir veitingastaðir. Á annarri hæð yrði listagallaerí en íbúðir á þriðju og fjórðu hæð. Þá hafi VSÓ ráðgjöf skoðað uppbyggingu burðarvirkis hússins og komið í ljós að húsið sé án járnbendingar í berandi út- og innveggjum. Járn séu í kringum glugga og gólfplötur séu járnbentar með lágmarksbendingu Mikið listrænt og menningarsögulegt gildi Skipulagsfulltrúi skilaði umsögn um fyrirspurnina á afgreiðslufundi þann 13. mars síðastliðinn þar sem ósk eigendanna um breytingu á deiliskipulagi var hafnað vegna menningarlegs, listræns og sögulegs gildis hússins. Í umsögninni segir að húsið hafi „listrænt gildi sem steinsteypuklassík og menningarsögulegt gildi sem tengist heilbrigðismálum á Íslandi“. Hvítabandið hefur verið umvafið byggingarpöllum undanfarin misseri.Vísir/Lýður Húsið hafi verið byggt samkvæmt hugmyndum um randbyggð á 3. áratug 20. aldar og sé mikilvægt í sögu Reykjavíkur. Eldri arkitektúr væri mikilvægur og gæfi miðbænum sérstaka ímynd sem mikilvægt væri að standa vörð um. Mat VSÓ hafi byggt á breytingum sem þyrfti að gera vegna ætlaðrar notkunar á húsinu. „Ætla má að ef notkunarbreytingar á eldri svæðum borga kallaði á niðurrif húsa yrði lítið eftir af þeim sögulegu svæðum sem þykja nú eftirsóknarverð til heimsókna og skoðunar,“ segir í umsögninni. Því er lagt til að notandi skoði hvað sé hægt að gera til að halda húsinu og finna því „annars einhverja aðra starfsemi sem krefst ekki niðurrifs“. Varðveislugildi hússins sé „mjög mikið, bæði hvað varðar sögu heilbrigðisþjónustu á Íslandi og byggingarlistasögu“ og ef það hverfi af sjónarsviðinu rofni því sterkur þráður sem mikilvægt sé að viðhalda í sögulegu samhengi þjóðar. Ef hús er rifið og byggt að nýju sé alltaf eitthvað em nýja húsið geti ekki haldið við og því hætta á að minni gleymist. Sögufrægt 91 árs gamalt hús Hvítabandið er þrílyft steinsteypt hús á horni Skólavörðustígs og Kárastígs með kjallara, risi, stórum hornkvisti og þremur gluggakvistum, byggt úr steinsteypu, múrsléttað utan og með þakhellu á þaki. Birt stærð hússins er 1.065 fermetrar. Hvítabandið, líknarfélag kvenna, lét byggja húsið að Skólavörðustíg 37, var það hannað af Arnbirni Þorkelssyni húsasmíðameistara og vígt 18. febrúar 1934. Gömul sumarmynd af Hvítabandinu.Ríkiskaup Samkvæmt Borgarsögusafni átti húsið að vera hvíldar- og hressingarheimili fyrir konur eftir spítalavist en vegna skorts á sjúkrarúmum í Reykjavík var því breytt í sjúkrahús. Reykjavíkurborg fékk húsið að gjöf árið 1943 með öllum áhöldum og innanstokksmunum. Íslenska ríkið tók yfir eignir Sjúkrahúss Reykjavíkur í desember 1998 fyrir 1,5 milljarð króna. Ríkið greiddi þar Reykjavíkurborg 70 milljónir hús Hvítabandsins samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá nóvember 1999. Ríkiskaup auglýstu húsið fyrst til sölu í september 2022 og var þá ásett verð 550 milljónir. Húsið var svo auglýst aftur til sölu í apríl 2023 á 495 milljónir. Í nóvember sama ár keypti Sk 37 ehf, félag Lýðs Guðmundssonar Bakkavarabróður, húsið fyrir 496 milljónir króna af ríkissjóði.
Húsavernd Reykjavík Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira