Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar 20. mars 2025 10:02 Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tannheilsa Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar