Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. mars 2025 09:01 Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kjaramál Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. Þegar Viðreisn var síðast í ríkisstjórn náði flokkurinn í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun með lögum. Með lögunum var lögfest skylda fyrirtækja og stofnana, þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa, til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun með sérstakri vottun faggilts vottunaraðila. Sem sagt, stimpil frá ríkinu um jöfn laun fyrirtækisins. Frumvarpinu var því ætlað að koma í veg fyrir að konum og körlum væru greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Atvinnulífið hafði hins vegar þungar áhyggjur af honum við lögfestingu og nú nefna stjórnendur fyrirtækja kostnaðinn sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Var jafnlaunavottun framfaraskref? Undirrituð hefur ítrekað lagt fram þingmál sem tengjast jafnlaunavottun, m.a. frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð en ekki skylda. Samkvæmt upplýsingum sem ég kallaði eftir í þinginu, sýna rannsóknir að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. Nýlegt dæmi er frá Landspítalanum, þar sem kvenlæknar flettu ofan af launamun kynja. Landspítalinn er einmitt ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar (https://www.laeknabladid.is/tolublod/2024/05/nr/8638). Tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga út frá því að lögfesting jafnlaunavottunar hafi verið „mikið framfaraskref“. Í hverju felast þær framfarir? Pólitísk mistök Viðreisnar Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur eins og dæmin sanna. Framangreindar tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar ganga því alltof skammt, enda er uppleggið að verja pólitísk mistök Viðreisnar sem hafði forgöngu um málið og hefur varið vottunarkerfið með kjafti og klóm. Ég legg því til að ríkisstjórnin geri alvöru átak í að létta byrðum af íslensku atvinnulífi og taki undir með að dyggðaskreytingin jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun