Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 18. mars 2025 08:32 Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun