Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 08:39 Dina Boluarte, forseti Perú, lýsti yfir neyðarástandi í Lima sem varir í þrjátíu daga. AP/Guadalupe Pardo Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn. Tilkynnt hefur verið um á fimmta hundrað morða til lögreglunnar frá upphafi árs. Þá hefur fjárkúgunum fjölgað mikið og árásum á opinberum stöðum sömuleiðis, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandið sem Dina Boluarte forseti lýsti yfir gildir í þrjátíu daga. Lögreglan og herinn getur nú handtekið fólk án handtökuskipunar. Steininn tók úr á sunnudag þegar 39 ára gamall söngvari var skotinn til bana þegar vopnaðir menn réðust á hljómsveitarrútu hans og félaga hans eftir tónleika í Lima. Daginn áður sprakk sprengja og særði að minnsta kosti ellefu manns á veitingastað í borginni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Juan José Santiváñez, innanríkisráðherra, sem þeir saka um að hafa engin úrræði gegn ofbeldinu. Greiða á atkvæði um tillöguna síðar í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisins. Það varði síðast í tvo mánuði frá september fram í desember. Neyðarástandi var einnig lýst yfir vegna mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo, forvera Boluarte, var vikið úr embætti og hún tók við. Perú Mannréttindi Tengdar fréttir Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um á fimmta hundrað morða til lögreglunnar frá upphafi árs. Þá hefur fjárkúgunum fjölgað mikið og árásum á opinberum stöðum sömuleiðis, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandið sem Dina Boluarte forseti lýsti yfir gildir í þrjátíu daga. Lögreglan og herinn getur nú handtekið fólk án handtökuskipunar. Steininn tók úr á sunnudag þegar 39 ára gamall söngvari var skotinn til bana þegar vopnaðir menn réðust á hljómsveitarrútu hans og félaga hans eftir tónleika í Lima. Daginn áður sprakk sprengja og særði að minnsta kosti ellefu manns á veitingastað í borginni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Juan José Santiváñez, innanríkisráðherra, sem þeir saka um að hafa engin úrræði gegn ofbeldinu. Greiða á atkvæði um tillöguna síðar í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisins. Það varði síðast í tvo mánuði frá september fram í desember. Neyðarástandi var einnig lýst yfir vegna mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo, forvera Boluarte, var vikið úr embætti og hún tók við.
Perú Mannréttindi Tengdar fréttir Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Sjá meira
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16